Innlent

Frakkar segja að Icesave sé forsenda ESB aðildar

Helga Arnardóttir skrifar
Evrópumálaráðherra Frakka Pierre Lellouche er í opinberri heimsókn hér á landi. Mynd/ AFP
Evrópumálaráðherra Frakka Pierre Lellouche er í opinberri heimsókn hér á landi. Mynd/ AFP
Það verður að leysa Icesave deiluna sem fyrst ef umsókn Íslendinga í Evrópusambandið á að ganga í gegn að mati Evrópumálaráðherra Frakka sem staddur er hér á landi.

Evrópumálaráðherra Frakka Pierre Lellouche er í opinberri heimsókn hér á landi sem var að vísu skipulögð áður en ákveðið var að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Á blaðamannafundi sem Össur Skrarphéðinsson utanríkisráðherra boðaði til í morgun sagði hann brýnt að farið verði sem fyrst yfir regluverkið í íslenska fjármálageiranum. Lélegt regluverk hafi valdið því að bankarnir hrundu hér á landi. Hann segist þess fullviss að Íslendingar leysi efnahagskreppuna sem nú ríki hér á landi. Gangi Ísland í sambandið verði það álitlegur kostur fyrir Evrópu vegna staðsetningar og sögu. En verði Icesave deilan ekki leyst hafi það áhrif á umsóknarferlið.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×