Innlent

Kaupþing hvetur aðra miðla til að fjarlægja efni

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mynd/Björn Þór
Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings hvetja aðra fjölmiðla en RÚV til að virða lögbann sýslumanns og hætta tafarlaust fréttaflutningi sem byggist á yfirlitsglærum lánanefndar bankans og fjarlægja efni sem þegar hefur verið birt. Lögbanninu verði fylgt eftir gagnvart öðrum fjölmiðlum ef tilefni verður til.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér rétt í þessu.

Þar er fjallað um kröfu bankans um lögbann á fréttaflutning RÚV um skuldunauta bankans. Sagt er að lögbannið hafi fengist á þeim forsendum að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða og birting þeirra væri í andstöðu við þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.

Bankinn leggur áherslu á að með aðgerðunum séu bankarnir að bregðast við skyldum sínum til að tryggja trúnað við viðskiptavini sína, sem sé hornsteinn bankastarfsemi hvarvetna í heiminum. Markmiðið sé ekki að standa vörð um mögulegar misgjörðir í starfsemi bankans eða leyna upplýsingum sem erindi eiga til almennings.

Þá segir í yfirlýsingunni að bæði Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings hafi átt samstarf við rannsóknaraðila bankahrunsins um að upplýsa um orsakir og atvik í aðdraganda þess. Bankarnir munu ekki leggjast gegn því að hlutaðeigandi aðilar birti opinberlega þær upplýsingar sem aflað hefur verið og þeir telji að eigi erindi við almenning.

Yfirlýsingu Kaupþings má sjá í heild sinni hér að neðan.




Tengdar fréttir

Kaupþing fékk lögbann á umfjöllun RÚV

Fréttastofa RÚV neyddist til að hætta við að flytja nánari fréttir úr yfirliti Kaupþings yfir helstu skuldunauta bankans eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á umfjöllun RÚV um málið. Úrskurður sýslumanns féll fimm mínútum áður en fréttatími RÚV hófst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×