Innlent

Kaupþing fékk lögbann á umfjöllun RÚV

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Fréttastofa RÚV getur ekki fjallað frekar um lánveitingar Kaupþings til eigenda sinna sakir lögbanns.
Fréttastofa RÚV getur ekki fjallað frekar um lánveitingar Kaupþings til eigenda sinna sakir lögbanns. Mynd/GVA

Fréttastofa RÚV neyddist til að hætta við að flytja nánari fréttir úr yfirliti Kaupþings yfir helstu skuldunauta bankans eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á umfjöllun RÚV um málið. Úrskurður sýslumanns lá fyrir fimm mínútum áður en fréttatími RÚV hófst.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fór Kaupþing fram á lögbann sem sýslumaðurinn féllst á.

Lögbannið er bráðabirgðaaðgerð sem stendur í viku, en þá þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum sem skera úr um lögmæti birtingar upplýsinganna.

Sigurður Líndal taldi hugsanlegt að lögbann af þessu tagi tæki til umfjöllunar allra fjölmiðla á landinu, en á fréttavef RÚV er tekið fram að það eigi eingöngu við fréttaflutning Ríkisútvarpsins.

Aðrir miðlar geti því áfram notað gögnin að vild, auk þess sem þau eru öllum aðgengileg hér, líkt og áður hefur komið fram.


Tengdar fréttir

Milljarðalán bræðra fjármagnaði fasteignir og einkaflugvél

Lýður Guðmundsson, annar Bakkavararbræðra, tók lán hjá Kaupþingi í Lúxemborg upp á 12,75 milljónir punda, um 2,6 milljarða króna, til að fjármagna húsakaup sín í London. Lýður er í persónulegri ábyrgð fyrir láninu.

Ætla ekki að hjálpa Kaupþingi að fela óhreint tau

Í svarbréfi sem forsvarsmaður heimasíðunnar WikiLeak sendi lögmannateymi Kaupþings þverneitar hann að taka upplýsingar um lántakendur bankans út af síðunni líkt og lögmennirnir höfðu beðið hann um.

Kaupþing fer fram á lögbann

Ríkisútvarpinu hefur verið tilkynnt um að væntanleg sé lögbannsbeiðni frá Kaupþingi til að stöðva frekari birtingu upplýsinga úr leyniglærum Kaupþings um skuldunauta bankans, að því er fram kemur á fréttavef RÚV.

Yfirlýsing Kaupþings: Upplýsingar um lán brot á bankaleynd

Verið er að rannsaka uppruna upplýsinga um lántakendur Kaupþings sem birtust á heimasíðunni WikiLeak fyrir sólarhring, að því er fram kemur í yfirlýsingu bankans. Fjármáleftirlitinu hefur verið gert viðvart um málið.

Keypti Haga á 30 milljarða

Fjárfestingarfélagið Gaumur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, fékk þrjátíu milljarða króna lán til að kaupa 95 prósenta hlut í Högum af Baugi Group í gegnum félagið 1998 ehf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×