Innlent

Formaður BÍ: Aldrei samfélagssátt um lögbann

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að aldrei verði sátt í samfélaginu um þetta lögbann, almenningsálitið sé á móti því.

Fáránlegt sé af Kaupþingi að fara fram á lögbannið yfir höfuð í ljósi efnahagshrunsins og viðskiptahátta gömlu bankanna. Niðurstaðan komi hins vegar ekki á óvart vegna þess hve bankaleynd er víðtæk.

Hún segir aðgerðina til þess fallna að grafa undan trausti fólks á endurreisn samfélagsins þar sem bankaleynd sé tekin fram fyrir almannahagsmuni.

Þóra sendi fréttastofu skrifleg viðbrögð sín við lögbanni Kaupþings á fréttaflutningi RÚV af lánum bankans fyrir hrun, en þau má lesa í heild hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×