Erlent

Niðurrif í Tyrklandi misheppnaðist hörmulega

Óli Tynes skrifar

Það gekk heldur illa þegar reynt var að jafna hús við jörðu á Tyrklandi í gær. Húsið endaði á þakinu.

Við höfum sjálfsagt flest séð í sjónvarpinu þegar hús eru sprengd niður. Og það hefur ekki gerst svona.

Án þess að vera sérfræðingur skilst mér að sprengiefninu sé komið fyrir á mörgum vandlega útreiknuðum stöðum.

Svo verður raðsprenging sem veldur því að húsið legst saman eins og spilaborg, nema heldur hægar. Rosa flott. Sérstaklega ef er ennþá gler í gluggunum.

Kannski hafa þeir sem ætluðu að sprengja niður gömlu hveitiverksmiðjuna í Tyrklandi í gær hafi lært sína verkfræði við það að horfa á sjónvarpsmyndir af fallandi húsum.

Hvernig sem það var lagðist húsið ekki saman heldur valt á hliðina. Það munaði aðeins nokkrum metrum að það lenti utan í nágrannabyggingunni.

Enginn meiddist í óhappinu. Og nú er víst bara að taka fram hamarinn og meitilinn og búta draslið niður.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×