Innlent

Hagkaup ekki dýrast - Nóatún er það

Í fréttatilkynningu sem var send á fjölmiðla í dag frá verðlagseftirliti ASÍ var ranglega sagt að Hagkaup væri oftast með hæsta verðið í könnunninni eða í 28 tilvikum af 55. Þetta kemur fram í leiðréttingu sem ASÍ sendi frá sér nú fyrir stundu.

Rétt er að Nóatún var oftast með hæsta verðið eða í 27 skipti.

Einnig kom fram að verð á íslenskum gulrótum í Nóatúni væri 1.340 kr. / Kg en rétt verð er 670 kr. / kg.

ASÍ segist harma mistökin. Þeir segja ennfremur:

Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Nánar má lesa um verklagsreglur verðlagseftirlitsins á vef ASÍ.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×