Innlent

Líf í höfnum landsins

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ólína Þorvarðadóttir, þingmaður Samfylkingar,
Ólína Þorvarðadóttir, þingmaður Samfylkingar, Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ólína Þorvarðadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir reynslu af lögum um strandveiðar sem tóku gildi í vor vera góða. Mun meiri umsvif væri í höfnum landsins og að landanir væru fleiri en áður.

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á strandveiðikerfinu í upphafi þingfundar í dag. Hann sagði ljóst að breytingarnar hefðu ekki aukið aflaverðmæti og að spá sjálfstæðismanna um að nýjum bátum myndi fjölga umtalsvert hefði ræst. Illugi fullyrti jafnframt að þeim muni fjölga ennfrekar á næstu árum sem muni leiða til þess að veiðidögum muni fækka og þannig muni draga úr hagkvæmni.

Ólína sagði að miðað við orð Illuga væri ljóst að hægt væri að horfa á sama hlutinn á ólíkan hátt. Hún benti á að reynslan af breytingunni væri ekki fullljós þar sem reynslutímabilið væri ekki yfirstaðið. Þá sagði þingmaðurinn að huga hefði mátt betur að svæðaskiptingu í strandveiðikerfinu.

Ólína sagði að hafnir iðni nú af lífi. „Ég kem frá bæjarfélagi þar sem dauði hefur verið í höfnum." Það hafi breyst og fjölmargir eygi nú von í fyrsta sinn í langan tíma.

„Það er alveg augljóst mál að þetta hefur ekki leitt til neinnar nýliðunar," sagði Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og gerði jafnframt athugasemd við svæðaskiptingu í kerfinu sem hann sagði að hefði mistekist.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×