Innlent

Hvalveiðigróðinn kæmi í útflutningi

Þegar er búið að veiða 46 hrefnur og stefnt er að því að veiða yfir 100 dýr. Mynd/Gunnar Bergmann
Þegar er búið að veiða 46 hrefnur og stefnt er að því að veiða yfir 100 dýr. Mynd/Gunnar Bergmann

„Það kemur í ljós hvort þetta fer til Japans, Noregs eða Færeyja. Við erum bara að skoða það,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Þegar hafa Hrefnuveiðimenn veitt 46 hrefnur og stefnt er að því að fara yfir eitt hundrað dýr áður en vertíðinni lýkur.

Gunnar segir söluna hafa gengið glimrandi vel og salan stefni á að koma út á núlli á innan­landsmarkaðnum. Ekki er slæmt að salan komi út á núlli því byggja þurfti upp kjötvinnslu í sumar en það þyrfti ekki að gera á næsta ári, að sögn Gunnars.

Panta á fleiri sprengjur og skutla frá Noregi á næstunni og kemur gróðinn í söluna því ekki nema farið verði í útflutning. Ekki hafa þeir átt í samninga­viðræðum við erlenda aðila, að sögn Gunnars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×