Icesave og sagan Guðni Th. Jóhannesson skrifar 12. ágúst 2009 05:30 Þeir sem hafa tekið þátt í deilunum um Icesave undanfarna mánuði hafa beitt ýmsum rökum; lögfræðilegum, pólitískum og siðferðilegum, eins og sjálfsagt er. Menn hafa einnig bent á liðna tíð máli sínu til stuðnings og aftur virðist liggja í augum uppi að það eigi við. Sagan á að sanna eitt og afsanna annað, vera víti til varnaðar eða lýsandi dæmi um dyggðir sem nú þurfi að halda í heiðri. En hér er þó ekki alltaf allt sem sýnist. Byrjum á seinni heimsstyrjöldinni. Því hefur verið haldið á lofti á Íslandi að þjóðin hafi þolað miklar fórnir til að færa Bretum björg í bú í stríðinu. Íslenskir sjómenn (báðir afar mínir þeirra á meðal) sigldu með fisk héðan þrátt fyrir þá hættu sem stafaði frá kafbátum og flugvélum Þjóðverja og guldu þeir sumir fyrir með lífi sínu. Þessi hluti sögunnar má vissulega ekki gleymast. Hlutfallslega létust nær jafnmargir Íslendingar í stríðinu og Bandaríkjamenn og því má líka vel halda til haga. Á hinn bóginn hefur sá misskilningur einnig heyrst að jafnmargir Íslendingar hafi fallið og Bretar. Það eru ýkjur og reyndar mætti allt eins nota tölur um mannfall í stríðinu til að sýna hvað Bandaríkin og Ísland fóru vel út úr hildarleiknum, miðað við flest önnur ríki. Þrátt fyrir ógnir á höfunum hafði líklega engin þjóð í Evrópu það eins þolanlegt í stríðinu og Íslendingar. Mannfall var nær hvergi eins lítið, og efnahagurinn blómstraði. Það gerði hann ekki síst vegna þess að Ísland stórgræddi á fisksölunni til Bretlands. „Græðgi þeirra á sér engin takmörk," sagði einn breskur embættismaður eftir stríð þegar hann rifjaði upp afstöðu Íslendinga. Að sögn bresks sendiherra viðurkenndi einn ráðherrann hér líka í tveggja manna tali að hann hálfskammaðist sín þegar Íslendingar stærðu sig af frammistöðunni í stríðinu. Eflaust hugsuðu fleiri á þann hátt og við ættum því kannski að fara varlega í að mikla okkur af fórnum í seinni heimsstyrjöldinni. Þá eru það þorskastríðin. Lítum fyrst á þau í ljósi kröfunnar um lausn Icesave fyrir alþjóðlegum dómstól. Sókn Íslands í landhelgismálum hófst fyrir alvöru eftir þann úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag árið 1951 að Norðmenn mættu draga sína fjögurra mílna landhelgi þvert yfir mynni flóa og fjarða. Ári síðar lýstu Íslendingar yfir fiskveiðilögsögu eftir sömu reglum (í stað þriggja mílna landhelgi sem hlykkjaðist eftir strandlengjunni). Þá bar hins vegar svo við að Bretar neituðu að viðurkenna útfærsluna og reyndu að kúga Íslendinga til eftirgjafar. Íslensk stjórnvöld buðu málskot til Haag en því var hafnað í London. Sér var nú hver virðingin fyrir alþjóðalögum í það skiptið. Valdið átti að ráða, ekki lögin. Síðan höfðu menn sætaskipti, ef svo má segja. Árið 1958 færði vinstri stjórn á Íslandi fiskveiðilögsöguna í 12 mílur og fyrsta þorskastríðið hófst. Þremur árum síðar samdi ný ríkisstjórn, Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, um lyktir þess og lofaði breskum stjórnvöldum að risi enn ágreiningur um útfærslu lögsögunnar mætti skjóta honum til Alþjóðadómstólsins. Leið svo og beið í tíu ár en þá komst önnur vinstri stjórn til valda og færði lögsöguna síðan út í 50 mílur. Bretar (og Vestur-Þjóðverjar) mótmæltu, vísuðu til fyrri samninga og skutu deilunni til Haag. Nú var komið að íslenskum stjórnvöldum að hunsa alþjóðlegan dómstól og reyndar einnig fullgildan milliríkjasamning. Svona getur sagan því geymt ólík fordæmi. Menn verða heldur betur að velja og hafna, ætli þeir að nota liðna tíð sem vopn í Icesave-deilunni. Menn skyldu líka varast að lofa dug og þor íslenskra ráðamanna í þorskastríðunum án þess að leiða hugann að því að samningsstaða þeirra var yfirleitt betri en nú um stundir. Í þorskastríðunum gátu íslenskir valdhafar barið í borðið og haft í hótunum. Alþjóðalög voru að þróast þeim í hag og alþjóðasamfélagið hafði yfirleitt samúð með „litla Íslandi". Svo skipti hernaðarmikilvægi landsins jafnvel sköpum en ætli það yrði ekki bara hlegið núna ef íslenskir ráðamenn berðu í borð og hótuðu að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin eða ganga úr NATO? Og reynum svo líka að hætta að kalla þorskastríðin „einu stríðin sem Bretar hafa tapað". Þrátt fyrir hættustundir á miðunum voru þorskastríðin alls ekki stríð í hefðbundnum skilningi. Styrjaldir eru gjarnan skilgreindar sem átök þar sem minnst nokkur hundruð eða þúsund manns láta lífið og öflugum skotvopnum er beitt. Þjóðremba á kannski heima á íþróttavöllum og í Eurovision, en ekki í söguskoðun og stjórnmálum. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa tekið þátt í deilunum um Icesave undanfarna mánuði hafa beitt ýmsum rökum; lögfræðilegum, pólitískum og siðferðilegum, eins og sjálfsagt er. Menn hafa einnig bent á liðna tíð máli sínu til stuðnings og aftur virðist liggja í augum uppi að það eigi við. Sagan á að sanna eitt og afsanna annað, vera víti til varnaðar eða lýsandi dæmi um dyggðir sem nú þurfi að halda í heiðri. En hér er þó ekki alltaf allt sem sýnist. Byrjum á seinni heimsstyrjöldinni. Því hefur verið haldið á lofti á Íslandi að þjóðin hafi þolað miklar fórnir til að færa Bretum björg í bú í stríðinu. Íslenskir sjómenn (báðir afar mínir þeirra á meðal) sigldu með fisk héðan þrátt fyrir þá hættu sem stafaði frá kafbátum og flugvélum Þjóðverja og guldu þeir sumir fyrir með lífi sínu. Þessi hluti sögunnar má vissulega ekki gleymast. Hlutfallslega létust nær jafnmargir Íslendingar í stríðinu og Bandaríkjamenn og því má líka vel halda til haga. Á hinn bóginn hefur sá misskilningur einnig heyrst að jafnmargir Íslendingar hafi fallið og Bretar. Það eru ýkjur og reyndar mætti allt eins nota tölur um mannfall í stríðinu til að sýna hvað Bandaríkin og Ísland fóru vel út úr hildarleiknum, miðað við flest önnur ríki. Þrátt fyrir ógnir á höfunum hafði líklega engin þjóð í Evrópu það eins þolanlegt í stríðinu og Íslendingar. Mannfall var nær hvergi eins lítið, og efnahagurinn blómstraði. Það gerði hann ekki síst vegna þess að Ísland stórgræddi á fisksölunni til Bretlands. „Græðgi þeirra á sér engin takmörk," sagði einn breskur embættismaður eftir stríð þegar hann rifjaði upp afstöðu Íslendinga. Að sögn bresks sendiherra viðurkenndi einn ráðherrann hér líka í tveggja manna tali að hann hálfskammaðist sín þegar Íslendingar stærðu sig af frammistöðunni í stríðinu. Eflaust hugsuðu fleiri á þann hátt og við ættum því kannski að fara varlega í að mikla okkur af fórnum í seinni heimsstyrjöldinni. Þá eru það þorskastríðin. Lítum fyrst á þau í ljósi kröfunnar um lausn Icesave fyrir alþjóðlegum dómstól. Sókn Íslands í landhelgismálum hófst fyrir alvöru eftir þann úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag árið 1951 að Norðmenn mættu draga sína fjögurra mílna landhelgi þvert yfir mynni flóa og fjarða. Ári síðar lýstu Íslendingar yfir fiskveiðilögsögu eftir sömu reglum (í stað þriggja mílna landhelgi sem hlykkjaðist eftir strandlengjunni). Þá bar hins vegar svo við að Bretar neituðu að viðurkenna útfærsluna og reyndu að kúga Íslendinga til eftirgjafar. Íslensk stjórnvöld buðu málskot til Haag en því var hafnað í London. Sér var nú hver virðingin fyrir alþjóðalögum í það skiptið. Valdið átti að ráða, ekki lögin. Síðan höfðu menn sætaskipti, ef svo má segja. Árið 1958 færði vinstri stjórn á Íslandi fiskveiðilögsöguna í 12 mílur og fyrsta þorskastríðið hófst. Þremur árum síðar samdi ný ríkisstjórn, Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, um lyktir þess og lofaði breskum stjórnvöldum að risi enn ágreiningur um útfærslu lögsögunnar mætti skjóta honum til Alþjóðadómstólsins. Leið svo og beið í tíu ár en þá komst önnur vinstri stjórn til valda og færði lögsöguna síðan út í 50 mílur. Bretar (og Vestur-Þjóðverjar) mótmæltu, vísuðu til fyrri samninga og skutu deilunni til Haag. Nú var komið að íslenskum stjórnvöldum að hunsa alþjóðlegan dómstól og reyndar einnig fullgildan milliríkjasamning. Svona getur sagan því geymt ólík fordæmi. Menn verða heldur betur að velja og hafna, ætli þeir að nota liðna tíð sem vopn í Icesave-deilunni. Menn skyldu líka varast að lofa dug og þor íslenskra ráðamanna í þorskastríðunum án þess að leiða hugann að því að samningsstaða þeirra var yfirleitt betri en nú um stundir. Í þorskastríðunum gátu íslenskir valdhafar barið í borðið og haft í hótunum. Alþjóðalög voru að þróast þeim í hag og alþjóðasamfélagið hafði yfirleitt samúð með „litla Íslandi". Svo skipti hernaðarmikilvægi landsins jafnvel sköpum en ætli það yrði ekki bara hlegið núna ef íslenskir ráðamenn berðu í borð og hótuðu að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin eða ganga úr NATO? Og reynum svo líka að hætta að kalla þorskastríðin „einu stríðin sem Bretar hafa tapað". Þrátt fyrir hættustundir á miðunum voru þorskastríðin alls ekki stríð í hefðbundnum skilningi. Styrjaldir eru gjarnan skilgreindar sem átök þar sem minnst nokkur hundruð eða þúsund manns láta lífið og öflugum skotvopnum er beitt. Þjóðremba á kannski heima á íþróttavöllum og í Eurovision, en ekki í söguskoðun og stjórnmálum. Höfundur er sagnfræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun