Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Sigurður Líndal skrifar 13. ágúst 2009 06:15 Eins og kunnugt er hafa Íslendingar leitað eftir lánum víða, meðal annars til Norðurlandaþjóðanna. Lán þeirra - nema Færeyinga - eru bundin því skilyrði að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og þá einkum gagnvart innstæðueigendum. Verður þetta ekki túlkað á annan veg en Ísland samþykki ICESAVE-samninginn. Nú mega það kallast firn mikil ef heil þjóð - og þá einnig komandi kynslóðir - eigi að ábyrgjast himinháar greiðslur sem einstaklingar hafa með umsvifum sínum stofnað til án þess að íslenzk stjórnvöld og íslenzkur almenningur hafi haft þar forgöngu. Ef íslenzka ríkið og þar með þjóðin ætti að bera slíka ábyrgð yrði hún að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, fjölþjóðlegum samningum eða löglega bindandi yfirlýsingar forystumanna þjóðarinnar En skilmerkilegar skýringar láta á sér standa og allar tilraunir til rökfærslu hafa endað í orðræðu sem litlu skilar. Það sýnir að minnsta kosti að óljóst er um ábyrgð Íslands. Nú standa þjóðir Norðurlanda Íslendingum næst og því er rétt og eðlilegt að forystumenn þeirra þjóða verði krafðir svara við því hver sé hin skýra lagastoð fyrir þessum alþjóðlegu skuldbindingum. Raunar skulda Norðurlönd Íslendingum einnig skýringu á því hvers vegna því er hafnað að leggja málið undir dóm, hvort sem það væri eiginlegur dómstóll, gerðardómur eða sáttanefnd. II.Í grein í Morgunblaðinu 7. júlí sl. fullyrti Jón Baldvin Hannibalsson að íslenzka ríkið bæri ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu sem næmi 20.887 evrum án nokkurrar viðhlítandi tilvísunar í lög eða þjóðréttarsamninga. Í greinarkorni í Fréttablaðinu bað ég Jón að nefna lagastaði fullyrðingu sinni til stuðnings. Það hefur hann ekki gert þótt nú sé mánuður liðinn. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að hann hafi farið með staðlausa stafi. Þá fullyrti hann að ekki fyndist neinn lögfræðingur utan landsteina sem tæki mark á „heimatilbúinni" skýringu nokkurra íslenzkra lögfræðinga um að ábyrgð væri takmörkuð við „tóman" tryggingasjóð. Það er nú reyndar rangt að tryggingasjóður hafi verið „tómur", en látum það liggja milli hluta. Um hina heimatilbúnu skýringu sem enginn lögfræðingur utan landsteinanna taki mark á verður Jón Baldvin að sætta sig við að undir hana hafa tekið brezku lögmannsstofurnar Miscon de Reya og Lowell í London og belgíska lögmannsstofan Schiödt í Brussel, svo að enn bætast ósannindi ofan á ósannindi. Til viðbótar stendur upp á hann að skýra hversvegna Bretar og Hollendingar hafna allri dómsmeðferð úr því að málstaður þeirra er jafn traustur og hann vill vera láta. III.Flest bendir til að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að gangast undir nauðungarsamninga til þess að geta haft eðlileg samskipti við Evrópuþjóðir, þar á meðal Norðurlönd. En þau viðbrögð eru helzt til algeng að þeir, sem láta í ljós efasemdir um skyldur Íslendinga, séu haldnir þeirri grillu að vondir útlendingar séu að níðast á saklausri þjóð. Í rauninni snýst málið hvorki um góða Íslendinga né vonda útlendinga, heldur regluverk ESB. Þegar hallaði undan fæti í efnahagsmálum vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu, sem gengið hefur yfir nálæg lönd, kom í ljós að regluverk ESB var svo gallað að tvísýnt þótti að það stæðist þá skoðun sem fylgdi dómsmeðferð í málum Íslendinga gagnvart Bretlandi og Hollandi. Bankahrunið á Íslandi, sem ríkisstjórn Bretlands átti sinn þátt í, drægi fjármálakerfi ESB með sér í fallinu með því að hætta væri á allsherjaráhlaupi á bankana. Við svo búið var þægilegast að fórna Íslandi þótt vikið væri til hliðar almennum grundvallarreglun í samskiptum siðaðra þjóða, sem er ein meginheimild þjóðaréttarins, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. Ísland skiptir hvort sem er litlu sem engu máli fyrir Evrópu. En hér er ekki látið staðar numið, heldur skulu allir Íslendingar, auk þungra fjárhagsbyrða, jafnframt úthrópaðir sem lögbrjótar, samningssvikarar og viðskiptaþrjótar sem menn ættu að varast samskipti við. Fáeinir gegnir menn hafa ýjað að þessu, en helzti talsmaðurinn er Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra. Hann styður þessi viðhorf af slíku kappi að hann skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum til þess að koma boðskapnum á framfæri og villa þannig um fyrir öllum almenningi. Hvaða ályktanir á að draga af þessu? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er hafa Íslendingar leitað eftir lánum víða, meðal annars til Norðurlandaþjóðanna. Lán þeirra - nema Færeyinga - eru bundin því skilyrði að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og þá einkum gagnvart innstæðueigendum. Verður þetta ekki túlkað á annan veg en Ísland samþykki ICESAVE-samninginn. Nú mega það kallast firn mikil ef heil þjóð - og þá einnig komandi kynslóðir - eigi að ábyrgjast himinháar greiðslur sem einstaklingar hafa með umsvifum sínum stofnað til án þess að íslenzk stjórnvöld og íslenzkur almenningur hafi haft þar forgöngu. Ef íslenzka ríkið og þar með þjóðin ætti að bera slíka ábyrgð yrði hún að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, fjölþjóðlegum samningum eða löglega bindandi yfirlýsingar forystumanna þjóðarinnar En skilmerkilegar skýringar láta á sér standa og allar tilraunir til rökfærslu hafa endað í orðræðu sem litlu skilar. Það sýnir að minnsta kosti að óljóst er um ábyrgð Íslands. Nú standa þjóðir Norðurlanda Íslendingum næst og því er rétt og eðlilegt að forystumenn þeirra þjóða verði krafðir svara við því hver sé hin skýra lagastoð fyrir þessum alþjóðlegu skuldbindingum. Raunar skulda Norðurlönd Íslendingum einnig skýringu á því hvers vegna því er hafnað að leggja málið undir dóm, hvort sem það væri eiginlegur dómstóll, gerðardómur eða sáttanefnd. II.Í grein í Morgunblaðinu 7. júlí sl. fullyrti Jón Baldvin Hannibalsson að íslenzka ríkið bæri ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu sem næmi 20.887 evrum án nokkurrar viðhlítandi tilvísunar í lög eða þjóðréttarsamninga. Í greinarkorni í Fréttablaðinu bað ég Jón að nefna lagastaði fullyrðingu sinni til stuðnings. Það hefur hann ekki gert þótt nú sé mánuður liðinn. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að hann hafi farið með staðlausa stafi. Þá fullyrti hann að ekki fyndist neinn lögfræðingur utan landsteina sem tæki mark á „heimatilbúinni" skýringu nokkurra íslenzkra lögfræðinga um að ábyrgð væri takmörkuð við „tóman" tryggingasjóð. Það er nú reyndar rangt að tryggingasjóður hafi verið „tómur", en látum það liggja milli hluta. Um hina heimatilbúnu skýringu sem enginn lögfræðingur utan landsteinanna taki mark á verður Jón Baldvin að sætta sig við að undir hana hafa tekið brezku lögmannsstofurnar Miscon de Reya og Lowell í London og belgíska lögmannsstofan Schiödt í Brussel, svo að enn bætast ósannindi ofan á ósannindi. Til viðbótar stendur upp á hann að skýra hversvegna Bretar og Hollendingar hafna allri dómsmeðferð úr því að málstaður þeirra er jafn traustur og hann vill vera láta. III.Flest bendir til að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að gangast undir nauðungarsamninga til þess að geta haft eðlileg samskipti við Evrópuþjóðir, þar á meðal Norðurlönd. En þau viðbrögð eru helzt til algeng að þeir, sem láta í ljós efasemdir um skyldur Íslendinga, séu haldnir þeirri grillu að vondir útlendingar séu að níðast á saklausri þjóð. Í rauninni snýst málið hvorki um góða Íslendinga né vonda útlendinga, heldur regluverk ESB. Þegar hallaði undan fæti í efnahagsmálum vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu, sem gengið hefur yfir nálæg lönd, kom í ljós að regluverk ESB var svo gallað að tvísýnt þótti að það stæðist þá skoðun sem fylgdi dómsmeðferð í málum Íslendinga gagnvart Bretlandi og Hollandi. Bankahrunið á Íslandi, sem ríkisstjórn Bretlands átti sinn þátt í, drægi fjármálakerfi ESB með sér í fallinu með því að hætta væri á allsherjaráhlaupi á bankana. Við svo búið var þægilegast að fórna Íslandi þótt vikið væri til hliðar almennum grundvallarreglun í samskiptum siðaðra þjóða, sem er ein meginheimild þjóðaréttarins, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. Ísland skiptir hvort sem er litlu sem engu máli fyrir Evrópu. En hér er ekki látið staðar numið, heldur skulu allir Íslendingar, auk þungra fjárhagsbyrða, jafnframt úthrópaðir sem lögbrjótar, samningssvikarar og viðskiptaþrjótar sem menn ættu að varast samskipti við. Fáeinir gegnir menn hafa ýjað að þessu, en helzti talsmaðurinn er Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra. Hann styður þessi viðhorf af slíku kappi að hann skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum til þess að koma boðskapnum á framfæri og villa þannig um fyrir öllum almenningi. Hvaða ályktanir á að draga af þessu? Höfundur er lagaprófessor.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun