Innlent

Yngsti þjálfarinn með versta landsliðið

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Eyjur í Kyrrahafinu.
Eyjur í Kyrrahafinu.
Tuttugu og fimm ára gamall breskur íþróttafréttaritari er nú yngsti landsliðsþjálfari í heimi eftir að hann tók við liði Kyrrahafseyjunnar Pohnpei. Slæmu fréttirnar eru hinsvegar að liðið er það versta í veröldinni.

Á eyjunni Pohnpei búa aðeins 34 þúsund manns, svo þjóðin færi langt með að hálffylla Wembley leikvanginn.

Landslið eyjunnar hefur aldrei unnið fótboltaleik, en það næsta sem liðið hefur komist sigri var 5-4 tap í vítaspyrnukeppni gegn keppinautunum á eyjunni Yap. Nýlega tapaði liðið 16-1 gegn Guam.

Þrátt fyrir slakt gengi telur íþróttafréttaritarinn Paul Watson að hann geti, ásamt félaga sínum og jafnaldra Matthew Conrad, snúið blaðinu við.

Félagarnir hefja þjálfunina launalaust þann sautjánda september, en fyrstu vináttulandsleikir Pohnpei verða leiknir í upphafi árs 2010.

„Fyrir tilviljun heyrðum við að liðið vantaði þjálfara og væri að leita að einhverjum til að taka við. Eins og aular sögðumst við munu íhuga það," segir Paul í samtali við breska blaðið Telegraph.

„Því miður eru þeir versta lið í heimi, en ég held að það gæti breyst bráðum. Með þjálfun verða þeir mun betri."

Þeir félagar leita nú að styrktaraðilum til að aðstoða liðið um útbúnað, en einn leikmaðurinn á enga skó og þarf að ganga um eina og hálfa klukkustund til að komast á æfingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×