Innlent

Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi

Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning.

Lýtalæknirinn Hosmany Ramos var árið 1981 dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og morð. Nokkrum árum síðar strauk hann úr fangelsinu og fékk fyrir vikið enn þyngri dóm. Í desember á síðasta ári fékk Ramos leyfi frá fangelsisvistinni með því skilyrði að hann snéri aftur í byrjun janúar. Hann sást hins vegar ekki aftur fyrr en hann dúkkaði upp í Leifsstöð nú fyrir helgi með falskt vegabréf og var þá handtekinn á stundinni.

„Ég er ekki í fangelsi hérna. Ég er á fjögurra stjörnu hóteli. Í Brasilíu eru 30-40 manns saman í klefa," segir Hosmany aðspurður álit sitt á íslenska fangelsiskerfinu.

„Ég er að reyna að fá hæli hérna á Íslandi," segir Hosmany. Hann vonast til að þess að yfirvöld fari yfir mál hans.

Hann óttast að vera drepinn verði hann sendur til Brasilíu á nýjan leik.

Mál Hosmany Ramos gæti orðið flókið þar sem engir framsalsamningar eru á milli Íslands og Brasilíu. Hugmyndir hafa kviknað um að skipt verði á Ramos við íslenska fanga í Brasilíu. Það er hugmynd Ramos sjálfum líst illa á. Hann segir ekki hægt að skiptast á fólki eins og bönunum og melónum.


Tengdar fréttir

Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi

Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×