Enski boltinn

Hemmi Hreiðars stóð á höndum á næturklúbbi

Greinin á dailymail.co.uk
Greinin á dailymail.co.uk

Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson, sem leikur með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, sletti heldur betur úr klaufunum fyrir skömmu ef marka má umfjöllun um kappann í breska blaðinu Daily Mail.

Hermann fór mikinn á nætuklúbbnum samkvæmt blaðinu, ræddi við kvenkyns gesti, drakk bjór eins og enginn væri morgundagurinn og reyndi að standa á höndum á barborðinu með litlum árangri.

Ekki kemur fram í greininni hvenær myndirnar eru teknar en Hermann hefur átt við meiðsli að stríða og missti bæði af landsleik Íslands og Slóvakíu í vikunni sem og fyrsta leik Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag, tapleik gegn Fulham á heimavelli.

En sjón er sögu ríkari, Smelltu hér til að skoða greinina í Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×