Innlent

Sá grunaði hefur alloft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota

MYND/Sigurjón

Maðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða annars manns í Hafnarfirði í gær er um þrítugt, eins og fórnarlambið og hann hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota.

Í tilkynningu frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni sem fer með rannsókn málsins, segir að hinn látni hafi fundist í herbergi húss í Hraununum í Hafnarfirði þar sem leigð eru út herbergi. „Maðurinn var með höggáverka á höfði sem taldir eru hafa dregið hann til dauða. Við húsið handtók lögreglan mann sem grunaður er um verkanaðinn. Hann var blóðugur og í annarlegu ástandi.

Ekki hefur verið unnt að yfirheyra hann sökum ástands hans. Ástæða fyrir verknaðinum er því ókunn enn sem komið er," segir Friðrik í tilkynningu.

Talið er að hinn handtekni og hinn látni hafi þekkst og mun hinn handtekni hafa verið búsettur í herberginu þar sem látni fannst. Friðrik segir að sleitulaust hafi verið unnið að rannsókn málsins í nótt og nú standa yfir skýrslutökur af öðrum íbúum hússinns þar sem ódæðið var framið.

„Krafa á hendur hinum grunaða um gæsluvarðhald verður væntanlega lögð fram síðar í dag," segir að lokum en hann hefur alloft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna ofbeldis- og fíkniefnabrota.










Tengdar fréttir

Manndráp í Hafnarfirði

Um klukkan hálftólf í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um látinn mann í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Í tilkynningunni var talað um manndráp að sögn lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×