Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 12:37 Magnús Kristinsson. Mynd/GVA „Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum. Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24