Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 12:37 Magnús Kristinsson. Mynd/GVA „Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum. Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira
„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira
Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24