Viðskipti innlent

Stjórnendur Straums fara fram á milljarða bónusgreiðslur

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Stjórnendur Straums hafa kynnt kröfuhöfum bankans þær hugmyndir stjórnenda Straums að þeir fái 10,8 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum.

Á næstu árum munu starfsmenn fjárfestingabankans Straums sem nú er í höndum Fjármálaeftirlitsins, reyna að hámarka virði eigna bankans. Stjórnendurnir vilja fá bónusana fyrir að leiða þessa vinnu.

Starfsmenn Straums eru 45 talsins. Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar voru á fundi með kröfuhöfum bankans þann 6. ágúst síðastliðinn er gert ráð fyrir að ef 28% endurheimtur verði af eignum bankans muni starfsmennirnir 45 fá sem samsvarar 15 milljónum evra í bónusgreiðslur, ef 51% endurheimtur nást af eignunum fara 35 milljónir evra í vasa starfsmannanna.

Ef hins vegar 74% endurheimtur nást af virði eigna bankans, fara starfsmennirnir fram á 55 milljónir evra. 55 milljónir evra jafngilda um tíu milljörðum króna.

Sú upphæð samsvarar um það bil 220 milljónum króna á hvern einasta starfsmann fyrirtækisins.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×