Innlent

Landsmönnum fækkar í fyrsta sinn í 120 ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingum fækkaði á síðasta ári. Mynd/ Anton Brink
Íslendingum fækkaði á síðasta ári. Mynd/ Anton Brink
Íbúum Íslands fækkaði um 109 á einu ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þeir voru 319.246 þann 1. júlí síðastliðinn en voru 319.355 fyrir ári síðan. Fækkunin nemur 0,03%. Langt er síðan íbúum Íslands hefur fækkað milli ára. Það gerðist síðast árið 1889.

Milli 1. júlí 2008 og 1. júlí 2009 fjölgaði íbúum í öllum landshlutum, að frátöldu Austurlandi, þar sem þeim fækkaði um 8,2% og Vesturlandi, þar sem þeim fækkaði um 0,6%. Hlutfallsleg fjölgun á Vestfjörðum nam 2,3% og fjölgaði íbúum um 166 milli ára.

Á Höfuðborgarsvæðinu búa nú 63,1% þjóðarinnar og fjölgaði íbúum þar milli ára um 629 eða 0,3%. Mestu munar um fjölgun í Hafnarfirði, en þar fjölgaði íbúum um 675 og Kópavogi, þar sem íbúum fjölgaði um 600. Athygli vekur að íbúum í Reykjavík fækkaði um 879 milli ára. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 221 milli ára eða um 0,9%. Á Norðurlandi nam fjölgunin 0,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×