Lífeyrissjóðir taki þátt í kaupum á HS Orku 20. ágúst 2009 05:15 Talsverð ólga er meðal áhrifafólks innan Vinstri grænna vegna áforma Magma Energy um að eignast stóran hlut í HS Orku á móti Geysi Green Energy.Fréttablaðið/Valli Ríki og sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því að arður af auðlindum á borð við jarðvarma á Suðurnesjum verði eftir í landinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann vill ekki að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku verði seldur einkaaðilum. „Ég geld mikinn varhug við því að menn hendi sér út í einkavæðingu á þessum gríðarlega mikilvægu undirstöðum í okkar hagkerfi sem þarna eru,“ segir Steingrímur. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í kaup á 16,6 prósenta hlut OR í HS Orku. Fyrirtækið vill einnig kaupa 15,4 prósenta hlut í HS Orku sem OR samdi um að kaupa af Hafnarfjarðarbæ. Samkeppniseftirlitið hefur bannað OR að eiga meira en tíu prósent í samkeppnisaðila. „Ég ímynda mér að það væri hægt að fá tímabundna undanþágu frá því, þó að samkeppnisyfirvöld samþykktu það ekki til frambúðar. Ég sé ekki að það færust himinn og jörð í samkeppnismálum þó að menn fengju eitthvert ráðrúm til að skoða þetta,“ segir Steingrímur. Fulltrúar Orkuveitunnar, borgarstjóri og formaður borgarráðs, hittu fjármálaráðherra í gærkvöldi. Steingrímur segir að bæði ríki og borg hafi lýst vilja til að skoða málið nánar, þó án skuldbindinga. Aðrir aðilar gætu komið að því. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir fundinn hafa verið ganglegan. Ríkisstjórnin hafi óskað eftir svigrúmi til að skoða málið. Tilboð Magma rennur út í dag, en Guðlaugur segist þegar hafa rætt við fulltrúa fyrirtækisins um lengri frest. Ákvörðun þar um hafði ekki verið tekin þegar blaðið fór í prentun. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þetta svigrúm fyrir ríkisstjórnina.“ Steingrímur segir marga velta því fyrir sér hvað verði um auðlindina og arðinn af nýtingu hennar, komist hluturinn í hendur kanadísks fyrirtækis. Steingrímur segir ekki útilokað að aðrir innlendir aðilar komi að kaupum á HS Orku, til að mynda lífeyrissjóðirnir. Guðlaugur segir Orkuveituna neydda til að selja í HS Orku í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins og óþægilegt sé að reynt sé að gera tilboð Magma Energy tortryggilegt, en söluferlið hafi verið mjög opið. brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Fleiri fréttir Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Sjá meira
Ríki og sveitarfélög hafa mikla hagsmuni af því að arður af auðlindum á borð við jarðvarma á Suðurnesjum verði eftir í landinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann vill ekki að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku verði seldur einkaaðilum. „Ég geld mikinn varhug við því að menn hendi sér út í einkavæðingu á þessum gríðarlega mikilvægu undirstöðum í okkar hagkerfi sem þarna eru,“ segir Steingrímur. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í kaup á 16,6 prósenta hlut OR í HS Orku. Fyrirtækið vill einnig kaupa 15,4 prósenta hlut í HS Orku sem OR samdi um að kaupa af Hafnarfjarðarbæ. Samkeppniseftirlitið hefur bannað OR að eiga meira en tíu prósent í samkeppnisaðila. „Ég ímynda mér að það væri hægt að fá tímabundna undanþágu frá því, þó að samkeppnisyfirvöld samþykktu það ekki til frambúðar. Ég sé ekki að það færust himinn og jörð í samkeppnismálum þó að menn fengju eitthvert ráðrúm til að skoða þetta,“ segir Steingrímur. Fulltrúar Orkuveitunnar, borgarstjóri og formaður borgarráðs, hittu fjármálaráðherra í gærkvöldi. Steingrímur segir að bæði ríki og borg hafi lýst vilja til að skoða málið nánar, þó án skuldbindinga. Aðrir aðilar gætu komið að því. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir fundinn hafa verið ganglegan. Ríkisstjórnin hafi óskað eftir svigrúmi til að skoða málið. Tilboð Magma rennur út í dag, en Guðlaugur segist þegar hafa rætt við fulltrúa fyrirtækisins um lengri frest. Ákvörðun þar um hafði ekki verið tekin þegar blaðið fór í prentun. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að skapa þetta svigrúm fyrir ríkisstjórnina.“ Steingrímur segir marga velta því fyrir sér hvað verði um auðlindina og arðinn af nýtingu hennar, komist hluturinn í hendur kanadísks fyrirtækis. Steingrímur segir ekki útilokað að aðrir innlendir aðilar komi að kaupum á HS Orku, til að mynda lífeyrissjóðirnir. Guðlaugur segir Orkuveituna neydda til að selja í HS Orku í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins og óþægilegt sé að reynt sé að gera tilboð Magma Energy tortryggilegt, en söluferlið hafi verið mjög opið. brjann@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Innlent Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Innlent Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Erlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Innlent Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Innlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Fleiri fréttir Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Einkaframtakinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svigrúmi í skipulagi Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Sjá meira