Skuldir og ábyrgðarleysi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 21. ágúst 2009 03:00 Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar