Erlent

Hæ, ég er með kynsjúkdóm

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þeir sem nota smokkinn eru ólíklegri til að nýta sér nýju heimasíðu hins brasilíska heilbrigðisráðuneytis.
Þeir sem nota smokkinn eru ólíklegri til að nýta sér nýju heimasíðu hins brasilíska heilbrigðisráðuneytis. Mynd/Anton Brink
Brasilíska heilbrigðisráðuneytið hefur útbúið heimasíðu sem gerir fólki kleift að láta elskhuga sína vita af kynsjúkdómasmiti með tölvupóstkorti.

Yfirmaður kynsjúkdóma- og eyðniáætlunar landsins bendir á að margir eigi erfitt með að segja elskhugum sínum að þeir séu smitaðir af kynsjúkdómi.

Í yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá sér í vikunni segir að tölvupóstkortin gætu hjálpað fólki að takast á við vandann á beinskeyttan hátt.

Eitt kortanna er til dæmis af ungum manni á nærbuxunum einum klæða sem hallar sér aftur.

Þar stendur svo: „Hæhæ! Ég veit ekki hvort þetta er heppilegasta leiðin til að láta þig vita, en ég er víst með kynsjúkdóm."

Á kortinu er viðtakandinn hvattur til að leita einnig til læknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×