Viðskipti innlent

Jón Ásgeir og Ingibjörg gera með sér kaupmála

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, skiluðu kaupmála til sýslumannsins í Reykjavík þann þriðja júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í vikunni, en í slíkum auglýsingum kemur ekkert fram um innihald kaupmálans.

Í frétt Viðskiptablaðsins um málið segir að nokkuð hafi borið á því eftir fall bankanna á síðasta ári að áhrifamenn í viðskiptalífinu hafi gert kaupmála við maka sína.

Kaupmálar gera hjónum kleift að ákveða að tiltekin verðmæti skuli verða séreign annars þeirra, en séreign kemur ekki til skipta við skilnað hjóna. Þá verða meiriháttar gjafir milli hjóna aðeins gildar að um þær sé gerður kaupmáli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×