Viðskipti innlent

Jón Ásgeir segist hafa gert kaupmálann rétt fyrir brúðkaupið 2007

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frá brúðkaupi hjónanna 17. nóvember 2007. Fjölmiðlar sýndu athöfninni mikinn áhuga, líkt og sjá má.
Frá brúðkaupi hjónanna 17. nóvember 2007. Fjölmiðlar sýndu athöfninni mikinn áhuga, líkt og sjá má.
Kaupmáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, var að sögn Jóns Ásgeirs gerður í nóvember árið 2007 rétt fyrir brúðkaup þeirra hjóna.

Í frétt á vef Viðskiptablaðsins er sagt frá því að auglýsing um kaupmálann hafi birst í Lögbirtingarblaðinu í liðinni viku, en honum hafi verið skilað til sýslumannsins í Reykjavík þriðja júní síðastliðinn.

Jón Ásgeir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa hugmynd um af hverju kaupmálinn sé auglýstur í Lögbirtingarblaðinu nú.




Tengdar fréttir

Jón Ásgeir og Ingibjörg gera með sér kaupmála

Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, skiluðu kaupmála til sýslumannsins í Reykjavík þann þriðja júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í vikunni, en í slíkum auglýsingum kemur ekkert fram um innihald kaupmálans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×