Hannes Hólmsteinn: Steingrímur á að biðjast afsökunar Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2009 09:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. „Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til." Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til."
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira