Hannes Hólmsteinn: Steingrímur á að biðjast afsökunar Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2009 09:48 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. „Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til." Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
„Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave samningana," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður hvort að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þeirra byrðar sem á hana fellur vegna Icesave reikninga bankans. Að mati Hannesar klúðraði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Icesave málinu.Ekki hugmyndafræðingur hrunsins Hannes var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 2 í morgun. Aðspurður sagðist hann ekki vera einn af hugmyndafræðingum bankahrunsins. Hannes kvaðst gangast við því að að vera einn af hugmyndafræðingum þeirra breytinga sem urðu á Íslandi 1991 til 2004 en eftir það hafi sigið á ógæfuhliðina. Valdajafnvægið hafi breyst og auðjöfrar hafi orðið alráðir með blessun forseta Íslands. Davíð Oddsson lét af embætti forsætisráðherra árið 2004.Þjóðin missti taumhaldið Hannes sagði að þjóðin hafi misst taumhaldið og auðjöfrar sem hafi átt fjölmiðla og forsetaembættið hafi ekki búið við neitt aðhald. „Öll þjóðin, að undantekningu Davíð Oddssyni, tók þátt í þessu. Ég tók meira að segja þátt í þessu." Hannes gaf lítið fyrir að forystumenn fjármálafyrirtækja biðjist afsökunar. „Þessir eilífu útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem einhver aðgangsharður fréttamaður, sem ætlar að brillera í kaffinu á eftir, er að reyna að krefjast afsökunarbeiðni frá einhverjum þjónar litlum tilgangi. Það sem við þurfum að gera er að vita hvar mistökin voru gerð." Að mati prófessorsins eru þrjár ástæður fyrir bankahruninu. Kerfisgalli í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, fautaskapur Breta og í þriðja lagi glannaskapur íslenskra bankamanna. Steingrímur biðjist afsökunar Spurður hvort að Kjartan Gunnarsson eigi að biðjast afsökunar fyrir aðkomu sína að Icesave reikningum Landsbankans eins og fjármálaráðherra hefur talað fyrir svaraði Hannes: „Mér finnst að fjármálaráðherra eigi að biðjast afsökunar á því að hann setur alveg gersamlega óhæfa samningamenn, þá Indriða Þorláksson og Svavar Gestsson, í samninganefnd fyrir okkur sem láta ekki einu sinni reyna á það fyrir dómstólum hvort að við erum skuldbundin til að greiða skuldir sem eins og Davíð sagði óreiðumenn hafa stofnað til."
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira