Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl 25. ágúst 2009 21:53 Árni Johnsen hlustaði af athygli á sérstæðan málflutning Sigmundar. „Ég fann ekkert athugavert við hann," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. Framkoma Sigmundar hefur vakið athygli víða. Meðal annars gengur myndband manna á milli undir heitinu: Fjör á Ölþingi. Í myndbandinu er klippt saman eldræða Sigmundar um Icesave málið og svo andsvör hans gagnvart þingmönnum. Í einu svarinu ávarpar hann meira að það segja Árna Johnsen í þingsal. Framkoma Sigmundar þótti svo undarleg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona og samflokkskona Árna, hyggst taka málið upp í forsætisnefnd. Sjálf er hún fyrsti varaforseti Alþingis. Árni segist ekki hafa neitt út á hegðun Sigmundar Ernis að setja. „Hann hefur ákveðin stíl og lagði greinilega mikla vinnu í þessa ræðu," segir Árni um Sigmund þetta undarlega kvöld. Í viðtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði Sigmundur Ernir að það hefði verið galsi í þingmönnum seint um kvöldið. Nú er spurning sú hvort galsinn hafi í raun verið áfengisneysla. Hann neitaði því þó alfarið samkvæmt fréttastofu RÚV en fréttaritari þeirra á Norðurlandi spurði hann í dag hvort hann hefði neytt áfengis þetta kvöld. „Þetta er of langt gengið," segir Árni um viðbrögð Ragnheiðar en sjálfur er hann staddur í Færeyjum á fundum. Hann hafði ekki séð fréttina en heyrði af henni. Honum þykir viðbrögð Ragnheiðar harkaleg. „Það er ekkert hægt að kvarta undan Sigmundi Erni að mínu mati," segir Árni sem sjálfur ræddi við þingmanninn þetta sama kvöld og segir Sigmund ekki sekann um annað en dramatískan flutning á metnaðarfullri ræðu sinni. Ekkert hefur náðst í Sigmund þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir Vísis. Þá hefur ekki heldur náðst í formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, en heimildir fréttastofu herma að hann hafi rætt málið sérstaklega við Sigmund. Tengdar fréttir Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ég fann ekkert athugavert við hann," segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. Framkoma Sigmundar hefur vakið athygli víða. Meðal annars gengur myndband manna á milli undir heitinu: Fjör á Ölþingi. Í myndbandinu er klippt saman eldræða Sigmundar um Icesave málið og svo andsvör hans gagnvart þingmönnum. Í einu svarinu ávarpar hann meira að það segja Árna Johnsen í þingsal. Framkoma Sigmundar þótti svo undarleg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona og samflokkskona Árna, hyggst taka málið upp í forsætisnefnd. Sjálf er hún fyrsti varaforseti Alþingis. Árni segist ekki hafa neitt út á hegðun Sigmundar Ernis að setja. „Hann hefur ákveðin stíl og lagði greinilega mikla vinnu í þessa ræðu," segir Árni um Sigmund þetta undarlega kvöld. Í viðtali við Vísi daginn eftir umræðurnar sagði Sigmundur Ernir að það hefði verið galsi í þingmönnum seint um kvöldið. Nú er spurning sú hvort galsinn hafi í raun verið áfengisneysla. Hann neitaði því þó alfarið samkvæmt fréttastofu RÚV en fréttaritari þeirra á Norðurlandi spurði hann í dag hvort hann hefði neytt áfengis þetta kvöld. „Þetta er of langt gengið," segir Árni um viðbrögð Ragnheiðar en sjálfur er hann staddur í Færeyjum á fundum. Hann hafði ekki séð fréttina en heyrði af henni. Honum þykir viðbrögð Ragnheiðar harkaleg. „Það er ekkert hægt að kvarta undan Sigmundi Erni að mínu mati," segir Árni sem sjálfur ræddi við þingmanninn þetta sama kvöld og segir Sigmund ekki sekann um annað en dramatískan flutning á metnaðarfullri ræðu sinni. Ekkert hefur náðst í Sigmund þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir Vísis. Þá hefur ekki heldur náðst í formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, en heimildir fréttastofu herma að hann hafi rætt málið sérstaklega við Sigmund.
Tengdar fréttir Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36
„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38