Birgitta Jónsdóttir: Forseti hefði átt að grípa í taumana Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 26. ágúst 2009 15:22 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, til hægri. „Mér finnst náttúrulega ótækt að fólk stígi upp í pontu þegar það er búið að fá sér í glas. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hún er ekki ánægð með framgöngu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingar, sem nú hefur viðurkennt að hafa fengið sér léttvín með mat áður en hann flutti ræðu í þingsal. Hún tekur samt fram að hún hafi ekki verið viðstödd fundinn, en hafi séð ræðuhöldin eftir á. Hún segir ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á sér að þingmaðurinn er fulltrúi í fjárlaganefnd sem hafði Icesave til umfjöllunar og fólk hafi kannski átt von á því að fá frá honum skýrari vitnisburð en raun bar vitni. „En mér fannst hinir sem sátu í salnum ekkert skárri. Fólk sá í hvernig ástandi hann var. Manni finnst ekkert sniðugt að taka þetta svona langt." Birgitta segir að auðvitað beri þingforseta að gæta að því þegar svona mál kemur upp að gera eitthvað í málinu. „Forseti sussar á fólk fyrir að segja vítavert eða segja háttvirtur á rangan hátt, en svo kemst maður upp með að halda langa ræðu vel í glasi." Hún segir að hafi það einhverntíman verið til siðs að fá sér í glas á kvöldfundum, þá sé kominn tími til að breyta því - fólk geti þá fengið sér í glas eftir á. Aðspurð hvort hún telji það standa upp á þingmanninn að segja af sér, segir Birgitta svo ekki vera. „Mér finnst fólk hafa gert miklu alvarlegri hluti sem kalla á afsögn en það sem hann gerði." Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
„Mér finnst náttúrulega ótækt að fólk stígi upp í pontu þegar það er búið að fá sér í glas. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hún er ekki ánægð með framgöngu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingar, sem nú hefur viðurkennt að hafa fengið sér léttvín með mat áður en hann flutti ræðu í þingsal. Hún tekur samt fram að hún hafi ekki verið viðstödd fundinn, en hafi séð ræðuhöldin eftir á. Hún segir ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á sér að þingmaðurinn er fulltrúi í fjárlaganefnd sem hafði Icesave til umfjöllunar og fólk hafi kannski átt von á því að fá frá honum skýrari vitnisburð en raun bar vitni. „En mér fannst hinir sem sátu í salnum ekkert skárri. Fólk sá í hvernig ástandi hann var. Manni finnst ekkert sniðugt að taka þetta svona langt." Birgitta segir að auðvitað beri þingforseta að gæta að því þegar svona mál kemur upp að gera eitthvað í málinu. „Forseti sussar á fólk fyrir að segja vítavert eða segja háttvirtur á rangan hátt, en svo kemst maður upp með að halda langa ræðu vel í glasi." Hún segir að hafi það einhverntíman verið til siðs að fá sér í glas á kvöldfundum, þá sé kominn tími til að breyta því - fólk geti þá fengið sér í glas eftir á. Aðspurð hvort hún telji það standa upp á þingmanninn að segja af sér, segir Birgitta svo ekki vera. „Mér finnst fólk hafa gert miklu alvarlegri hluti sem kalla á afsögn en það sem hann gerði."
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira