Ræða um mögulegt samstarf við Europol 26. ágúst 2009 06:15 Fulltrúar Evrópulögreglunnar Europol munu í dag funda með sérstökum saksóknara um það hvort og þá hvernig unnt er að nýta sérþekkingu stofnunarinnar við rannsóknina á bankahruninu. Arnar Jensson, fastafulltrúi Íslands hjá Europol, og Carlo van Heuckelom, yfirmaður efnahagsbrotadeildar stofnunarinnar, munu fyrst hitta dómsmálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins og funda með þeim um heimildir til kyrrsetningar og haldlagningar eigna. Þar verður meðal annars farið yfir evrópska löggjöf á þessu sviði og hvaða úrbóta kann að vera þörf á Íslandi. Því næst munu þeir funda um það sama með Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, auk þess sem rætt verður um hugsanlegt samstarf embættisins við stofnunina. „Þarna er töluvert mikil þekking sem við höfum ugglaust hag af að komast í," segir Ólafur Þór. Hann segir að innan Europol séu ýmis svið sem kunni að nýtast við rannsóknina á bankahruninu, „án þess að ég geti tilgreint það nákvæmlega hvað það er sem við ætlum að gera." Ólafur mun síðan síðar í vikunni funda með erlendum ráðgjöfum sínum, þeim Evu Joly, Helge Skog-seth Berg frá Noregi og Jean-Michel Matt frá Frakklandi um framgang rannsóknarinnar. Á borði sérstaks saksóknara eru nú 36 mál. Umsóknarfrestur rennur út í dag um störf þriggja saksóknara sem starfa munu við hlið Ólafs og mun hver þeirra hafa með höndum mál eins viðskiptabankanna þriggja. Skemmst er að minnast þess að auglýsa þurfti stöðu Ólafs í tvígang áður en nokkur sótti um, en það sama er ekki upp á teningnum nú, að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Hún segir að umsóknir hafi þegar borist og að þeim kunni enn að fjölga.- sh Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fulltrúar Evrópulögreglunnar Europol munu í dag funda með sérstökum saksóknara um það hvort og þá hvernig unnt er að nýta sérþekkingu stofnunarinnar við rannsóknina á bankahruninu. Arnar Jensson, fastafulltrúi Íslands hjá Europol, og Carlo van Heuckelom, yfirmaður efnahagsbrotadeildar stofnunarinnar, munu fyrst hitta dómsmálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins og funda með þeim um heimildir til kyrrsetningar og haldlagningar eigna. Þar verður meðal annars farið yfir evrópska löggjöf á þessu sviði og hvaða úrbóta kann að vera þörf á Íslandi. Því næst munu þeir funda um það sama með Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, auk þess sem rætt verður um hugsanlegt samstarf embættisins við stofnunina. „Þarna er töluvert mikil þekking sem við höfum ugglaust hag af að komast í," segir Ólafur Þór. Hann segir að innan Europol séu ýmis svið sem kunni að nýtast við rannsóknina á bankahruninu, „án þess að ég geti tilgreint það nákvæmlega hvað það er sem við ætlum að gera." Ólafur mun síðan síðar í vikunni funda með erlendum ráðgjöfum sínum, þeim Evu Joly, Helge Skog-seth Berg frá Noregi og Jean-Michel Matt frá Frakklandi um framgang rannsóknarinnar. Á borði sérstaks saksóknara eru nú 36 mál. Umsóknarfrestur rennur út í dag um störf þriggja saksóknara sem starfa munu við hlið Ólafs og mun hver þeirra hafa með höndum mál eins viðskiptabankanna þriggja. Skemmst er að minnast þess að auglýsa þurfti stöðu Ólafs í tvígang áður en nokkur sótti um, en það sama er ekki upp á teningnum nú, að sögn Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Hún segir að umsóknir hafi þegar borist og að þeim kunni enn að fjölga.- sh
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira