Innlent

Fjármálaráðherra boðar til fundar

Fjármálaráðherra hefur boðið fulltrúum af hundrað manna fundi, sem haldinn var í Grindavík í gærkvöldi vegna málefna HS Orku, að koma á sinn fund í dag og skýra afstöðu sína nánar.

Í einróma yfirlýsingu fundarins er skorað á ríkisstjórnina og sveitarfélög að koma í veg fyrir kaup Magma Energy á hlutum i HS Orku og tryggja þannig áframhaldandi opinbert eignarhald á þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins.

Við þær aðstæður, sem nú séu uppi í þjóðfélaginu, sé brýnt að lausafjárvandi samfélagsins sé ekki leystur með bráðræðislegum gjörningum, þar sem stórum hagsmunum er fórnað, segir í yfirlýsingunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×