Erlent

Andstætt stjórnarskrá að refsa fyrir maríjúanareykingar

Hæstiréttur í Argentínu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé brot á stjórnarskrá landsins að refsa fólki fyrir að nota eiturlyfið Maríjúana. Fimm ungir menn voru handteknir í landinu með marijúnasígarettur, eða jónur, í vösum sínum.

Mennirnir voru ákærðir og sakfelldir í undirrétti landsins en hæstiréttur koms að þeirri niðurstöðu að hverjum fullorðnum einstaklingi væri frjálst að taka ákvarðanir um eigið líf án þess að ríkið skipti sér af því, svo lengi sem þær ákvarðanir hafi ekki slæm áhrif á annað fólk eða umhverfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×