Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum 27. ágúst 2009 06:00 Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlindum skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanadísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku - fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlindinni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því. Af þessu tilefni tel ég mig knúna til að vekja athygli á viðbrögðum erlendra aðila við bloggfærslu sem ég skrifaði á ensku um þetta efni á vefsíðu minni www.icelandweatherreport.com. Umrædd bloggfærsla, sem birtist s.l. fimmtudag, hefur þegar þetta er skrifað fengið u.þ.b. 50 athugasemdir og flestar eru þær á einn veg - alvarleg viðvörunarorð til okkar Íslendinga um að láta ekki einkavæða þá mikilvægu grunnþjónustu sem orkuvinnslan er. Þetta fólk talar af eigin reynslu og skilaboðin eru skýr. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur orðið hnignun og arður fyrirtækjanna ekki farið í að bæta þjónustu eða uppbyggingu, heldur til að greiða sem mestan arð til eigendanna. Aðaleinkennið er hækkun gjaldskrár - mun dýrari þjónusta til þess að standa undir arðgreiðslum á meðan viðhald á grunnvirkjum er vanrækt. Ég vil vitna hér í nokkrar af þeim athugasemdum sem hafa borist. Lesandi sem kallar sig Koster og er búsettur á Íslandi segir: „Ein ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands var vegna orkunnar og jarðhitans. Þegar við bjuggum í Alberta, Kanada, stað sem er mjög hallur undir einkavæðingu, var hitareikningurinn kominn úr öllum böndum, og var oft hærri en afborganir okkar af húsnæðislánum á veturna. Á veturna, og það er kalt í Kanada, hafa margir ekki efni á að halda húsnæði sínu við þokkalegt hitastig, sem veldur margvíslegum vandamálum. Það er þetta sem gerist þegar einkafyrirtæki leitar leiða til að græða á grunnþörfum." Þjóðverji einn skrifar: „Reynsla okkar í Þýskalandi er að einkavæðing veitufyrirtækja, sérstaklega orkufyrirtækja, hefur leitt til hærri verðskrár og verri þjónustu. Þar sem hagnaður er aðalmarkmiðið er þeim þáttum sem krefjast útgjalda, svo sem viðhaldi á grunnvirkjum, t.d. rafmagnslínum, almennt ekki sinnt." Lesandi sem kallar sig D_Boone tekur undir ofangreint sjónarmið og skrifar: „Þetta kemur fullkomlega heim og saman við það sem hefur gerst í Nýja Sjálandi á síðasta áratug, eftir að rafveitumarkaðurinn var gefinn frjáls. En ekki trúa mér: ‚gúglaðu' þetta og þú munt finna dæmi um okur, rafmagnsskort, ónæga fjárfestingu í grunnvirkjum og jafnvel markaðsmisnotkun." Annar lesandi, Lee, vekur athygli á því sem gæti gerst á þeim 130 árum sem afnot af auðlind okkar Íslendinga er í annarra höndum: „130 ár ... á þeim tíma mun HS Orka hafa skipt um eigendur 17 sinnum, mun hafa verið endurþjóðnýtt 4 sinnum á 12 samdráttartímabilum, endureinkavædd 5 sinnum, veðsett 3 sinnum í 6 hagvaxtarbólum, og eignir þess gerðar upptækar tvisvar í 3 styrjöldum." Í stuttu máli birtist hér ógnvekjandi framtíðarsýn, svo ekki sé meira sagt. Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði stórslys ef þessi misráðna einkavæðing yrði að veruleika. Jarðorka okkar Íslendinga er dýrmæt auðlind sem með tímanum mun aðeins verða verðmætari - eins og þeir sem sóst hafa eftir að eignast orkufyrirtækin á síðustu árum vita vel. Á þessum örlagatímum er allt í húfi - ekki síst að halda eftir þeim náttúruverðmætum sem við eigum. Við eigum að leita allra leiða til að halda HS Orku undir stjórn hins opinbera og krefjast þess af okkar stjórnmálamönnum að þeir beiti sér fyrir því. Að lokum hvet ég alla til að lesa athugasemdirnar við umrædda bloggfærslu á slóðinni: http://tinyurl.com/muy9sp Höfundur er þýðandi og bloggar á www.icelandweatherreport.com. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að á þeim tímum sem þjóðin þarf hvað mest á því að halda að glata ekki eigum sínum og auðlindum skuli standa fyrir dyrum í fullri alvöru að selja kanadísku einkafyrirtæki hlut í HS Orku - fyrirtæki sem sér um að veita grunnþjónustu til íbúa á Reykjanesi. Helstu rök þeirra sem vilja selja eru að auðlindirnar séu ekki framseldar til einkaaðila, heldur aðeins eignaréttur í framleiðslufyrirtækinu. Samt sem áður eignast hinn nýi eigandi afnot af auðlindinni til næstu 65 ára, framlengjanlegt til 65 ára í framhaldi af því. Af þessu tilefni tel ég mig knúna til að vekja athygli á viðbrögðum erlendra aðila við bloggfærslu sem ég skrifaði á ensku um þetta efni á vefsíðu minni www.icelandweatherreport.com. Umrædd bloggfærsla, sem birtist s.l. fimmtudag, hefur þegar þetta er skrifað fengið u.þ.b. 50 athugasemdir og flestar eru þær á einn veg - alvarleg viðvörunarorð til okkar Íslendinga um að láta ekki einkavæða þá mikilvægu grunnþjónustu sem orkuvinnslan er. Þetta fólk talar af eigin reynslu og skilaboðin eru skýr. Alls staðar þar sem þetta hefur verið gert hefur orðið hnignun og arður fyrirtækjanna ekki farið í að bæta þjónustu eða uppbyggingu, heldur til að greiða sem mestan arð til eigendanna. Aðaleinkennið er hækkun gjaldskrár - mun dýrari þjónusta til þess að standa undir arðgreiðslum á meðan viðhald á grunnvirkjum er vanrækt. Ég vil vitna hér í nokkrar af þeim athugasemdum sem hafa borist. Lesandi sem kallar sig Koster og er búsettur á Íslandi segir: „Ein ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands var vegna orkunnar og jarðhitans. Þegar við bjuggum í Alberta, Kanada, stað sem er mjög hallur undir einkavæðingu, var hitareikningurinn kominn úr öllum böndum, og var oft hærri en afborganir okkar af húsnæðislánum á veturna. Á veturna, og það er kalt í Kanada, hafa margir ekki efni á að halda húsnæði sínu við þokkalegt hitastig, sem veldur margvíslegum vandamálum. Það er þetta sem gerist þegar einkafyrirtæki leitar leiða til að græða á grunnþörfum." Þjóðverji einn skrifar: „Reynsla okkar í Þýskalandi er að einkavæðing veitufyrirtækja, sérstaklega orkufyrirtækja, hefur leitt til hærri verðskrár og verri þjónustu. Þar sem hagnaður er aðalmarkmiðið er þeim þáttum sem krefjast útgjalda, svo sem viðhaldi á grunnvirkjum, t.d. rafmagnslínum, almennt ekki sinnt." Lesandi sem kallar sig D_Boone tekur undir ofangreint sjónarmið og skrifar: „Þetta kemur fullkomlega heim og saman við það sem hefur gerst í Nýja Sjálandi á síðasta áratug, eftir að rafveitumarkaðurinn var gefinn frjáls. En ekki trúa mér: ‚gúglaðu' þetta og þú munt finna dæmi um okur, rafmagnsskort, ónæga fjárfestingu í grunnvirkjum og jafnvel markaðsmisnotkun." Annar lesandi, Lee, vekur athygli á því sem gæti gerst á þeim 130 árum sem afnot af auðlind okkar Íslendinga er í annarra höndum: „130 ár ... á þeim tíma mun HS Orka hafa skipt um eigendur 17 sinnum, mun hafa verið endurþjóðnýtt 4 sinnum á 12 samdráttartímabilum, endureinkavædd 5 sinnum, veðsett 3 sinnum í 6 hagvaxtarbólum, og eignir þess gerðar upptækar tvisvar í 3 styrjöldum." Í stuttu máli birtist hér ógnvekjandi framtíðarsýn, svo ekki sé meira sagt. Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði stórslys ef þessi misráðna einkavæðing yrði að veruleika. Jarðorka okkar Íslendinga er dýrmæt auðlind sem með tímanum mun aðeins verða verðmætari - eins og þeir sem sóst hafa eftir að eignast orkufyrirtækin á síðustu árum vita vel. Á þessum örlagatímum er allt í húfi - ekki síst að halda eftir þeim náttúruverðmætum sem við eigum. Við eigum að leita allra leiða til að halda HS Orku undir stjórn hins opinbera og krefjast þess af okkar stjórnmálamönnum að þeir beiti sér fyrir því. Að lokum hvet ég alla til að lesa athugasemdirnar við umrædda bloggfærslu á slóðinni: http://tinyurl.com/muy9sp Höfundur er þýðandi og bloggar á www.icelandweatherreport.com.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun