Erlent fjármagn - já takk Magnús Orri Schram skrifar 27. ágúst 2009 06:00 Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálfar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi. Með breytingu á lögum í júní 2008 var reynt að tryggja að slíkt gæti ekki gerst aftur, þ.e. að auðlindirnar gætu með einhverjum hætti komist í minni- eða meirihlutaeigu einkaaðila. Þá var orkufyrirtækjum skipt í tvo hluta, annars vegar veitufyrirtæki - sem sér um sölu orkunnar til almennings og hins vegar framleiðslufyrirtæki sem sér um orkuvinnsluna. Aukinheldur tryggði lagasetningin að auðlindirnar stæðu fyrir utan þessa skiptingu, og yrðu ætíð í eigu almennings, rétt eins og meirihluti veituhlutans. Hins vegar opnaði lagasetningin á að framleiðslufyrirtækin sem standa í fjárfrekum framkvæmdum og eru í samkeppnisrekstri, gætu verið í eigu einkaaðila. Var slíkt í anda EES samningsins enda erfitt að hindra aðkomu einkaaðila að samkeppnisrekstri. Lögin heimiluðu ennfremur opinberum aðilum að framselja afnotarétt af auðlindinni til allt að 65 ára í senn og að handhafi tímabundins afnotaréttar ætti möguleika á viðræðum um framlengingu þegar helmingur umsamins tíma er liðinn. Eigandi jarðhitaauðlindanna á Reykjanesi - Reykjanesbær hefur nú gengið frá samningi við HS Orku um þennan afnotarétt og gengur sá samningur alveg útá ystu nöf- ef hann er ekki beinlínis ólöglegur. Þar er HS Orku tryggður réttur til framlengingar afnotasamnings 65 ár til viðbótar - eða 130 ár alls. Að mínu mati hafa Reyknesingar farið þvert á anda laganna með þessu ákvæði og því réttast að endurskoða samninginn. Ég tel hins vegar rangt að ríkið eigi að stíga inn í kaup Magma og hindra þannig söluna. Um er að ræða 12,2 milljarða króna og framundan er svo milljarða fjárfesting á svæðinu. Ríkið á ekki þá fjármuni til reiðu og ef þeir væru til reiðu, ætti frekar að nýta þá til fjárfestinga í orkuiðnaði, heldur en til að taka yfir kaup á hlutabréfum. Framundan er erfiður vetur, niðurskurðar á fjárlögum upp á milljarðatugi og væri nær að fagna þeirri innspýtingu inn í okkar efnahagslíf sem aðkoma Magma er. Við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að hindra erlent eignarhald, þá þurfa fyrirtækin að leita eftir erlendu lánsfé til uppbyggingar. Við núverandi lánshæfismat og himinháar vaxtagreiðslur væri slíkt óráð. Eignarhald opinberra aðila á auðlindum okkar er mikið hagsmunamál og ber að tryggja. Samningar með einhliða framlengingu til 130 ára og lágmarks afnotagjaldi eru þess vegna vondir samningar. Þess vegna eiga stjórnvöld að skoða hvort áðurnefndir samningar standist nánari skoðun. Það er mér til efs. Það væri ekki gott skref ef stjórnvöld hindruðu kaup erlendra aðila á HS Orku. Stjórnvöld hafa betri not fyrir tólf þúsund milljónir. Skynsamlega nýtingu auðlinda í þágu almennings á að tryggja með öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálfar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi. Með breytingu á lögum í júní 2008 var reynt að tryggja að slíkt gæti ekki gerst aftur, þ.e. að auðlindirnar gætu með einhverjum hætti komist í minni- eða meirihlutaeigu einkaaðila. Þá var orkufyrirtækjum skipt í tvo hluta, annars vegar veitufyrirtæki - sem sér um sölu orkunnar til almennings og hins vegar framleiðslufyrirtæki sem sér um orkuvinnsluna. Aukinheldur tryggði lagasetningin að auðlindirnar stæðu fyrir utan þessa skiptingu, og yrðu ætíð í eigu almennings, rétt eins og meirihluti veituhlutans. Hins vegar opnaði lagasetningin á að framleiðslufyrirtækin sem standa í fjárfrekum framkvæmdum og eru í samkeppnisrekstri, gætu verið í eigu einkaaðila. Var slíkt í anda EES samningsins enda erfitt að hindra aðkomu einkaaðila að samkeppnisrekstri. Lögin heimiluðu ennfremur opinberum aðilum að framselja afnotarétt af auðlindinni til allt að 65 ára í senn og að handhafi tímabundins afnotaréttar ætti möguleika á viðræðum um framlengingu þegar helmingur umsamins tíma er liðinn. Eigandi jarðhitaauðlindanna á Reykjanesi - Reykjanesbær hefur nú gengið frá samningi við HS Orku um þennan afnotarétt og gengur sá samningur alveg útá ystu nöf- ef hann er ekki beinlínis ólöglegur. Þar er HS Orku tryggður réttur til framlengingar afnotasamnings 65 ár til viðbótar - eða 130 ár alls. Að mínu mati hafa Reyknesingar farið þvert á anda laganna með þessu ákvæði og því réttast að endurskoða samninginn. Ég tel hins vegar rangt að ríkið eigi að stíga inn í kaup Magma og hindra þannig söluna. Um er að ræða 12,2 milljarða króna og framundan er svo milljarða fjárfesting á svæðinu. Ríkið á ekki þá fjármuni til reiðu og ef þeir væru til reiðu, ætti frekar að nýta þá til fjárfestinga í orkuiðnaði, heldur en til að taka yfir kaup á hlutabréfum. Framundan er erfiður vetur, niðurskurðar á fjárlögum upp á milljarðatugi og væri nær að fagna þeirri innspýtingu inn í okkar efnahagslíf sem aðkoma Magma er. Við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að hindra erlent eignarhald, þá þurfa fyrirtækin að leita eftir erlendu lánsfé til uppbyggingar. Við núverandi lánshæfismat og himinháar vaxtagreiðslur væri slíkt óráð. Eignarhald opinberra aðila á auðlindum okkar er mikið hagsmunamál og ber að tryggja. Samningar með einhliða framlengingu til 130 ára og lágmarks afnotagjaldi eru þess vegna vondir samningar. Þess vegna eiga stjórnvöld að skoða hvort áðurnefndir samningar standist nánari skoðun. Það er mér til efs. Það væri ekki gott skref ef stjórnvöld hindruðu kaup erlendra aðila á HS Orku. Stjórnvöld hafa betri not fyrir tólf þúsund milljónir. Skynsamlega nýtingu auðlinda í þágu almennings á að tryggja með öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar