Innlent

Pabbi fyrrverandi FME forstjóra sækir um hjá sérstökum saksóknara

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Í hópi umsækjenda um stöður þriggja sjálfstæðra saksóknara við embætti sérstaks saksóknara er Jón Magnússon fyrrverandi þingmaður. Jón er faðir Jónasar Fr. fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, leysti frá störfum skömmu áður en hann sagði sjálfur af sér í lok janúar.

Alþingi samþykkti í sumar lagafrumvarp Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, sem felur meðal annars í sér að þremur nýjum saksóknurum verður bætt við embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Þ. Haukssonar. Ellefu sóttu um stöðurnar.

Embætti sérstaks saksóknara er ætlað rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og kjölfar bankahrunsins í byrjun október á seinasta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×