Innlent

Hjartveik börn vilja 21 milljón í skaðabætur frá Landsbankanum

Björgólfur Guðmundsson var í fararbroddi þegar Styrktarsjóðurinn gerði samning við Landsbankann árið 2005.
Björgólfur Guðmundsson var í fararbroddi þegar Styrktarsjóðurinn gerði samning við Landsbankann árið 2005. MYND/Landsbankinn

Styrktarfélag hjartveikra barna vill fá 21 milljón í skaðabætur frá Landsvaka og Landsbankanum. Fyrirtaka í dómsmáli sjóðsins gegn bankanum fer fram í dag.

Jóhann Haukur Hafstein, lögmaður sjóðsins, sagði í samtali við fréttastofu að sjóðurinn færi fram á 21 milljón í skaðabætur þar sem bankinn hefði farið langt út fyrir umboð sitt samkvæmt samningi með því að fjárfesta í peningamarkaðssjóði. „Sjóðurinn gerði vörslusamning við Landsbankann og svona áhættufjárfestingar voru ekki hluti af þeim samningi," sagði Jóhann.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×