Innlent

Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. Mynd/Anton Brink

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað.

Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, sagði fyrrverandi sveitarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun í gegnum hreppinn.

„Ef það er rétt að þeir hafi þegið persónulegar greiðslur fyrir að fjalla um skipulagstillögur frá Landsvirkjun, ofan á allt annað sem vitað er að Landvirkjun hefur verið að borga til að liðka fyrir skipulagi í kringum þessar virkjanir, þá eru þessir menn ekki bærir til að taka ákvarðanir. Ákvarðanir þeirra sem sveitarstjórnarmenn hljóta allar að vera ógildar," segir þingmaðurinn.

Álfheiður telur að ryðja þurfi sveitarstjórninni og setja inn nýja menn til að fjalla um málin frá grunni.

Álfheiður lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vor um peningagreiðslur orkufyrirtækja til sveitarfélaga. Fyrirspurninni var ekki svarað.


Tengdar fréttir

Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu

„Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn.

Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu

Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×