Innlent

Meintur tóbaksþjófur áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem var handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum í Árbæ í fyrrakvöld en þeir eru grunaðir um að hafa brotist inn í verslun í Hraunbæ.

Við leit í bílnum fundust rúmlega 360 sígarettupakkar og vindlar.

Einn hæstaréttadómari, Jón Steinar Gunnlaugsson, var ósammála meðdómurum sínum og skilaði sérákvæði.

Þar segir hann að maðurinn hafi játað brot sín og því engin ástæða til þess að halda honum í gæsluvarðhaldi.

Kveðst lögregla telja að ef kærði verði látinn laus muni hann eiga þess kost að torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að tala við samverkamenn sína og reyna að hafa áhrif á þeirra framburð.

Lögregla telji það brýnt fyrir framgang málsins að fallist verði á framkomna kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna svo unnt sé að staðreyna hver kærði sé en hanner af erlendum uppruna og kom hingað til lands fyrir þremur dögum síðan. Þá er óljóst hver dvalarstaður hans sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×