Innlent

Grunaður yfirheyrður vegna vídeóleigubruna

Maður hefur verið yfirheyrður vegna brunans í Laugarásvídeói síðustu helgi. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, var maðurinn látinn laus eftir yfirheyrslur en rannsóknin heldur áfram.

Aðeins einn maður hefur réttarstöðu grunaðs manns. Lögreglan gaf út stuttu eftir brunann að til manns hefði sést sem kom á hvítum jeppa að leigunni. Hann virðist hafa hellt eldfimum vökva inn um lúguna og kveikt í með hrikalegum afleiðingum.

Þá fylgdi sú lýsing með að maðurinn væri með tagl. Þegar yfirlögregluþjónn var spurður hvort sá grunaði væri með tagl, sagðist hann ekki geta tjáð sig um það.

Talið er að skaðinn sem brennuvargurinn olli hafi numið minnst 200 milljónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×