Erlent

Viltu stunda öruggt kynlíf? Þá þarftu brauð

Sumar Breskar konur halda að brauð, matarfilma og kjúklingahúð geti komið í stað smokka, ef marka má skoðanakönnun sem var kynnt í dag. Úrtakið var um þúsund konur á aldrinum 18 til 50 ára og útkoman sýndi nokkrar mjög skrýtnar hugmyndir um fjölskyldulífið.

Könnunin leiddi einnig í ljós nokkrar ranghugmyndir um notkun getnaðarvarnarpillunnar.

Helmingur þeirra sem svaraði hélt því ranglega fram að notkun hennar gæti leitt til ófrjósemi til langtíma litið og 10% héldu því fram að það tæki langan tíma að verða frjó eftir notkun pillunnar.

Meira en þriðjungur hélt að mestar líkur á því að verða ólétt væri um mitt spjaldið þegar hið rétta er að það er í byrjun og enda pakkans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×