Innlent

Tvö þúsund manns vilja reisa minnisvarða um mótmælanda Íslands

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Rúmlega 2000 manns vilja reisa minnisvarða um Helga Hóseasson sem lést á elliheimilinu Grund í gærmorgun, 89 ára að aldri. Helgi hefur oft verið nefndur mótmælandi Íslands. Einna þekktastur var Helgi fyrir kröftug mótmæli sín gegn ríki og kirkju en hann vildi ógilda skírnarsáttmála sinn. Við setningu Alþingis árið 1972 sletti Helgi skyri yfir ráðamenn landsins. Það sagðist hann hafa gert til vekja athygli á því órétti sem hann hafði verið beittur af hinu opinbera.

Í gær var stofnaður hópur á samskiptasíðunni Facebook sem vill reisa minnisvarða um Helga á horni Langholtsvegar og Holtavegar þar sem hann stóð gjarnan með skilti sín. Á ellefta tímanum í morgun voru rúmlega 2000 skráðir meðlimir í hópnum.

„Helgi Hóseasson varð að ómissandi parti af þessu horni og því ætti að reisa þar einhvers konar minnisvarða til heiðurs honum," segir á Facebook-síðu hópsins.

Þar segir auk þess að margir muni eftir Helga þar sem hann stóð á horni Langholtsvegs og Holtavegs með eitt af sínum stórmerkilegu skiltum. „Helgi mætti þarna á hornið dag eftir dag og spjallaði við hvern þann sem vildi við hann ræða."

Facebook-síðu hópsins er hægt að sjá hér.




Tengdar fréttir

Helgi Hóseasson látinn

Helgi Hóseasson lést á elliheimilinu Grund í morgun, 89 ára að aldri. Helgi sem hefur verið nefndur mótmælandi Íslands fæddist í Höskuldstaðarseli í Breiðdal þann 21.nóvember árið 1919. Hann var næst elstur fjögurra systkina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×