Erlent

Risarotta á meðal 40 nýuppgötvaðra dýrategunda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hún er hugguleg, Bosavi-rottan svokallaða sem Gordon Buchanan, myndatökumaður Wildlife-þáttanna, leikur sér hér við. Þær stærstu verða um metri að lengd.
Hún er hugguleg, Bosavi-rottan svokallaða sem Gordon Buchanan, myndatökumaður Wildlife-þáttanna, leikur sér hér við. Þær stærstu verða um metri að lengd. MYND/BBC

Hópur líffræðinga og sjónvarpsfólks frá breska ríkisútvarpinu BBC hefur uppgötvað áður óþekktar dýrategundir í gíg hins afskekkta Bosavi-eldfjalls sem er á hálendi Papúa Nýju-Gíneu. Alls hefur hópurinn fundið um 40 tegundir sem enginn maður hefur áður litið augum en mannabústaðir í nágrenni fjallsins eru engir. Meðal þeirra dýra sem uppgötvast hafa er risarotta, tæpur metri að lengd, froskur með vígtennur, áður óþekkt leðurblökutegund og 20 tegundir af skordýrum. Hópurinn dvaldi í gígnum í tvær vikur við skrásetningu dýranna og myndatökur og má búast við að afraksturinn verði sýndur í Wildlife-þætti BBC þegar fram líða stundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×