Segir Ísland ekki stefna í greiðsluþrot 8. september 2009 05:00 Skjaldborg Að sjálfsögðu væri æskilegt að gera meira til að verja heimilin, en menn verða að vera raunsæir á hver borgar brúsann, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira