Hallarbylting hönnuða á Iceland Fashion Week 8. september 2009 06:00 Cator Sparks Hann kom til landsins á vegum Full Frontal Fashion og hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times. „Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
„Tískuvikan var hryllileg, algjör hörmung. Ég skil ekki hvernig þessi kona hefur getað unnið svona lengi við þetta," segir bandaríski blaðamaðurinn Cator Sparks. Cator skrifar fyrir vefmiðilinn Full Frontal Fashion og kom til landsins í síðustu viku í tengslum við Iceland Fashion Week. Allt fór í háaloft á laugardag þegar tískusýning átti að fara fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og hönnuðir neituðu að senda fyrirsæturnar á sýningarpallinn. „Skíturinn skall á viftunni daginn sem tískusýningin var haldin í Keflavík," segir Cator. „Hún [Kolbrún Aðalsteinsdóttir] sagði að módelin myndu „ganga á vatni" og það hljómaði eins og ótrúlega fallegur sýningapallur - virkilega framandi. En pallurinn samanstóð af stöflum af íslenskum vatnsflöskum á vörubrettum og sýningin var haldin í miðri bæjarhátíð! Þetta var hræðilegt!" Cator segist hafa vorkennt hönnuðunum sem áttu að sýna. Vinnuaðstaða þeirra var í tjaldi sem lak í rigningunni og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyðilögðust nokkrar flíkur. Svo fór að flestir hönnuðirnir ásamt nánast öllu starfsfólki tískusýningarinnar fyrir utan Kolbrúnu færðu sýninguna á Nasa, þar sem hún fór fram eftir að hafa meðal annars verið auglýst á Facebook. Cator segir að Kolbrún hafi ekki tekið því vel. „Kolla kom inn í eitt tjaldanna og öskraði að þetta væri ólöglegt og að þau mættu þetta ekki," segir hann, „Hún sagði líka að þau sem færu myndu aldrei vinna fyrir hana aftur og bað alla um að koma með sér. Það litu allir á hana og sögðu: „Fyrirgefðu, en við ætlum með hönnuðunum". Hún fór þá, tók rútuna sem átti að ferja okkur og skildi okkur eftir í rigningunni á bæjarhátíð í Keflavík. Það tók klukkutíma að fá leigubíl. Hún bar enga virðingu fyrir okkur og ég velti fyrir mér hvort hún geri sér grein fyrir hverja hún skildi eftir; New York Times, New York Magazine, risastórar alþjóðlegar útgáfur og henni var alveg sama." Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, segir að hæst bylji í tómri tunni og vill að öðru leyti ekki tjá sig um óánægju hönnuða og blaðamanna. „Verkefnið mitt skilaði svakalega skemmtilegri vinnu sem alheimspressan veit um og er alveg hrikalega flott," segir hún. Kolbrún hyggst halda Iceland Fashion Week á ný á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira