Innlent

Virðing borin fyrir Helga

Mótmælandi Margir hafa lagt til að minnisvarði um Helga Hóseasson verði reistur á horni Langholtsvegar og Holtavegar. fréttablaðið/stefán
Mótmælandi Margir hafa lagt til að minnisvarði um Helga Hóseasson verði reistur á horni Langholtsvegar og Holtavegar. fréttablaðið/stefán

„Þeir eru mjög margir sem hafa áhuga á þessu. Ég finn fyrir því í samfélaginu að þótt fólk sé ekki endilega sammála öllu sem Helgi sagði, þá ber það virðingu fyrir þeirri staðfestu sem hann sýndi í sinni áralöngu baráttu," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn Reykjavíkur.

Á borgar­ráðsfundi í dag leggur Samfylking fram þá tillögu að tekið verði frá svæði í borgarskipulaginu fyrir minnisvarða um Helga Hóseasson.

Dagur segir það ekki vera stjórnmálamanna að útfæra í smáatriðum hvernig minnisvarðinn verði:

„Það skiptir mestu að finna minnis­varðanum stað í skipulaginu, þannig að gert sé ráð fyrir honum þar sem margir vilja sjá Helga minnst að verðleikum.

Við teljum reyndar að rétti tíminn fyrir styttu­gerð sé ekki núna í miðri kreppu, þegar verið er að skera niður framlög til skóla og velferðar. En kannski koma fram einhverjar skemmtilegar hugmyndir sem kosta lítið eða jafnvel ekki neitt."

Rúm tuttugu þúsund hafa skrifað upp á það á netinu að þau vilji minnis­varða gerðan um Helga.

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknar, sagði í viðtali við Vísi í gær að það væri ekki borgarinnar að greiða fyrir þetta. Kannski væri kominn vísir að samtökum, þannig að hver og einn þessara þúsunda legði fram litla upphæð og gerði þetta fyrir eigin kostnað. - kg, kóþ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×