Vildi Helga ekki um borð í þyrlu Gæslunnar Breki Logason skrifar 11. september 2009 15:31 Georg Lárusson og Georg Helgi Seljan. „Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. Aðdragandi málsins er sá að Landsbjörg hafði samband við Kastljósið og bauð þeim að senda umsjónarmann og tökumann í þyrluflug í dag til þess að fylgjast með æfingu á Snæfellsnesi. „Ég set Helga í máilð og Steingrímu Dúa pródúsent. Þegar þeir svo koma út á flugvöll og ætla í flugið mætir þeim Georg forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir við þá að þeir séu ekki velkomnir um borð í þyrluna, sem þeir túlka sem svo að þeim sé meinað að fara um borð," segir Þórhallur. Þeir Helgi og Steingrímur hættu því við flugið en Þórhallur segist ekki beint vita hvað hafi legið að baki þessari framkomu forstjórans. „Ég get nú ekki lesið í huga hans. Hann verður að svara því," segir Þórhallur. Georg er ekki alveg á sama máli og þeir félagar og þvertekur fyrir að hafa bannað þeim félögum að fara um borð. „En ég sagði þeim að ég væri ekkert sérstaklega glaður með að þeir færu með," segir Georg sem er með svar á reiðum höndum þegar hann er spurður um ástæðuna. „Mér fannst hallað á mig í síðustu umfjöllun þeirra um Landhelgisgæsluna sem var 15.janúar síðast liðinn. Því sagði ég þeim að það væri mér ekkert sérstakt ánægjuefni að þeir færu með." Umfjöllunin sem Georg talar um snérist um umdeilda ráðningu þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni. Kastljósið hafði þá undir höndum gögn þar sem vísbendingar voru um að óeðlilega hefði verið staðið að ráðningu á þyrluflugmönnum hjá Gæslunni. Þar var meðal annars vitnað í opinberar frásagnir fósturdóttur yfirflugstjóra Gæslunnar sem var ein umsækjanda. Í umræddum gögnum kom fram að henni hefði verið úthlutað stöðunni áður en hún fór í nám í þyrluflugi. Georg vildi ekki tjá sig um málið við Kastljósið á sínum tíma þar sem það væri fyrir dómstólum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. Aðdragandi málsins er sá að Landsbjörg hafði samband við Kastljósið og bauð þeim að senda umsjónarmann og tökumann í þyrluflug í dag til þess að fylgjast með æfingu á Snæfellsnesi. „Ég set Helga í máilð og Steingrímu Dúa pródúsent. Þegar þeir svo koma út á flugvöll og ætla í flugið mætir þeim Georg forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir við þá að þeir séu ekki velkomnir um borð í þyrluna, sem þeir túlka sem svo að þeim sé meinað að fara um borð," segir Þórhallur. Þeir Helgi og Steingrímur hættu því við flugið en Þórhallur segist ekki beint vita hvað hafi legið að baki þessari framkomu forstjórans. „Ég get nú ekki lesið í huga hans. Hann verður að svara því," segir Þórhallur. Georg er ekki alveg á sama máli og þeir félagar og þvertekur fyrir að hafa bannað þeim félögum að fara um borð. „En ég sagði þeim að ég væri ekkert sérstaklega glaður með að þeir færu með," segir Georg sem er með svar á reiðum höndum þegar hann er spurður um ástæðuna. „Mér fannst hallað á mig í síðustu umfjöllun þeirra um Landhelgisgæsluna sem var 15.janúar síðast liðinn. Því sagði ég þeim að það væri mér ekkert sérstakt ánægjuefni að þeir færu með." Umfjöllunin sem Georg talar um snérist um umdeilda ráðningu þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni. Kastljósið hafði þá undir höndum gögn þar sem vísbendingar voru um að óeðlilega hefði verið staðið að ráðningu á þyrluflugmönnum hjá Gæslunni. Þar var meðal annars vitnað í opinberar frásagnir fósturdóttur yfirflugstjóra Gæslunnar sem var ein umsækjanda. Í umræddum gögnum kom fram að henni hefði verið úthlutað stöðunni áður en hún fór í nám í þyrluflugi. Georg vildi ekki tjá sig um málið við Kastljósið á sínum tíma þar sem það væri fyrir dómstólum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira