Vildi Helga ekki um borð í þyrlu Gæslunnar Breki Logason skrifar 11. september 2009 15:31 Georg Lárusson og Georg Helgi Seljan. „Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. Aðdragandi málsins er sá að Landsbjörg hafði samband við Kastljósið og bauð þeim að senda umsjónarmann og tökumann í þyrluflug í dag til þess að fylgjast með æfingu á Snæfellsnesi. „Ég set Helga í máilð og Steingrímu Dúa pródúsent. Þegar þeir svo koma út á flugvöll og ætla í flugið mætir þeim Georg forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir við þá að þeir séu ekki velkomnir um borð í þyrluna, sem þeir túlka sem svo að þeim sé meinað að fara um borð," segir Þórhallur. Þeir Helgi og Steingrímur hættu því við flugið en Þórhallur segist ekki beint vita hvað hafi legið að baki þessari framkomu forstjórans. „Ég get nú ekki lesið í huga hans. Hann verður að svara því," segir Þórhallur. Georg er ekki alveg á sama máli og þeir félagar og þvertekur fyrir að hafa bannað þeim félögum að fara um borð. „En ég sagði þeim að ég væri ekkert sérstaklega glaður með að þeir færu með," segir Georg sem er með svar á reiðum höndum þegar hann er spurður um ástæðuna. „Mér fannst hallað á mig í síðustu umfjöllun þeirra um Landhelgisgæsluna sem var 15.janúar síðast liðinn. Því sagði ég þeim að það væri mér ekkert sérstakt ánægjuefni að þeir færu með." Umfjöllunin sem Georg talar um snérist um umdeilda ráðningu þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni. Kastljósið hafði þá undir höndum gögn þar sem vísbendingar voru um að óeðlilega hefði verið staðið að ráðningu á þyrluflugmönnum hjá Gæslunni. Þar var meðal annars vitnað í opinberar frásagnir fósturdóttur yfirflugstjóra Gæslunnar sem var ein umsækjanda. Í umræddum gögnum kom fram að henni hefði verið úthlutað stöðunni áður en hún fór í nám í þyrluflugi. Georg vildi ekki tjá sig um málið við Kastljósið á sínum tíma þar sem það væri fyrir dómstólum. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
„Þú ryðst ekki um borð í þyrlu Landhelgigæslunnar þegar þú ert ekki velkominn, það er bara þannig," segir Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóssins. Til stóð að Helga Seljan fréttamaður færi um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag til þess að fylgjast með æfingu Landsbjargar. Þegar leggja átti í hann tjáði forstjóri Gæslunnar Helga og tökumanni hans að þeir væru ekki velkomnir um borð að sögn Þórhalls. Georg segist hinsvegar hafa sagt að það væri sér ekki sérstök ánægja að þeir færu um borð. Aðdragandi málsins er sá að Landsbjörg hafði samband við Kastljósið og bauð þeim að senda umsjónarmann og tökumann í þyrluflug í dag til þess að fylgjast með æfingu á Snæfellsnesi. „Ég set Helga í máilð og Steingrímu Dúa pródúsent. Þegar þeir svo koma út á flugvöll og ætla í flugið mætir þeim Georg forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir við þá að þeir séu ekki velkomnir um borð í þyrluna, sem þeir túlka sem svo að þeim sé meinað að fara um borð," segir Þórhallur. Þeir Helgi og Steingrímur hættu því við flugið en Þórhallur segist ekki beint vita hvað hafi legið að baki þessari framkomu forstjórans. „Ég get nú ekki lesið í huga hans. Hann verður að svara því," segir Þórhallur. Georg er ekki alveg á sama máli og þeir félagar og þvertekur fyrir að hafa bannað þeim félögum að fara um borð. „En ég sagði þeim að ég væri ekkert sérstaklega glaður með að þeir færu með," segir Georg sem er með svar á reiðum höndum þegar hann er spurður um ástæðuna. „Mér fannst hallað á mig í síðustu umfjöllun þeirra um Landhelgisgæsluna sem var 15.janúar síðast liðinn. Því sagði ég þeim að það væri mér ekkert sérstakt ánægjuefni að þeir færu með." Umfjöllunin sem Georg talar um snérist um umdeilda ráðningu þyrluflugmanns hjá Landhelgisgæslunni. Kastljósið hafði þá undir höndum gögn þar sem vísbendingar voru um að óeðlilega hefði verið staðið að ráðningu á þyrluflugmönnum hjá Gæslunni. Þar var meðal annars vitnað í opinberar frásagnir fósturdóttur yfirflugstjóra Gæslunnar sem var ein umsækjanda. Í umræddum gögnum kom fram að henni hefði verið úthlutað stöðunni áður en hún fór í nám í þyrluflugi. Georg vildi ekki tjá sig um málið við Kastljósið á sínum tíma þar sem það væri fyrir dómstólum.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira