Innlent

Gísli tekur við umhverfis- og samgöngumálunum

MYND/Pjetur

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Gísli tekur við af Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og segist vera himinlifandi með að vera kominn aftur í stólinn sem hann hefur vermt tvívegis áður. „Enda er mesta gerjunin í umhverfis- og samgöngumálum í borgum heimsins þessi misseri," segir Gísli á heimasíðu borgarinnar.

Gísli telst væntanlega vel hæfur til starfans þar sem hann hefur stundað borgarrannsóknir við Edinborgarháskóla mun mun hann útskrifast þaðan síðar í vetur með gráðuna „MSc in the City".

„Við þurfum að breyta samgöngumynstrinu í borginni, þannig að miklu fleiri fari um á hjólum, gangandi eða með strætó. Þannig bætum við loftið í borginni og drögum úr truflun frá umferð," segir Gísli Marteinn um verkefnin framundan og að leggja þurfi áherslu á úrgangsmálin og auka endurvinnslu.

„Þá þurfum við að standa dyggan vörð um grænu svæðin í borginni í samvinnu við borgarbúa, svo ég nefni nokkur dæmi. Allt er þetta hluti af Grænum skrefum í Reykjavík, sem stigin verða þétt og örugglega í vetur."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×