Enski boltinn

Liverpool fær 16,6 milljarða fyrir samning við Standard Chartered

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool mun ekki spila með Carlsberg auglýsingu framan á búningum sínum á næsta tímabili.
Liverpool mun ekki spila með Carlsberg auglýsingu framan á búningum sínum á næsta tímabili. Mynd/AFP

Liverpool mun ekki spila með Carlsberg auglýsingu framan á búningum sínum á næsta tímabili eins og liðið hefur gert undanfarin sautján ár. Frá og með 2010-11 tímabilinu mun Liverpool auglýsa Standard Chartered framan á búningum sínum eftir að félagið gerði fjögurra ára samning við bankann.

Þetta er stærsti styrktarsamningur í fótboltasögunni og samskonar samningur og Manchester United gerði við tryggingafélagið AIG á sínum tíma. Samningurinn ætti einnig að geta fjármagnað kaup á leikmönnum og Rafael Benítez, stjóri Liverpool, er því örugglega farinn að horfa í kringum sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×