Innlent

Lélegir stjórnmálamenn leita á náðir AGS

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. Mynd/Stefán Karlsson
„Ef þú labbar um með skilti á maganum sem segir ég er hálfviti og kann ekki á hagkerfið mitt þá vill enginn koma með peninga inn í landið," segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Hann segir það merki um lélega stjórnmálamenn að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jón Daníelsson, hagfræðingur, var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú fyrir hádegi.

Jón gagnrýndi gjaldeyrishöftin harðlega. Þegar allt sé háð leyfum skapist óeðlileg hegðun. Þau skapi spillingu og vantraust. Hann sagði að hræðslan við að jöklabréfaeigendum myndu leysa út bréfin og krónan falla í kjölfarið sín sé á misskilningi byggð.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×