„Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg“ 15. september 2009 18:50 Skiptastjóri Baugs vill rifta samningum um sölu á Högum, frá Baugi til Gaums. Salan á Högum gengur þó ekki sjálfkrafa til baka þrátt fyrir þetta. Málið snýst um kröfu þrotabúsins á hendur Gaumi, félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Kaupþingi, um 5 milljarða króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Ekki er fótur fyrir kröfunni segir Jón Ásgeir sem segir að sala á Högum og uppgreiðsla lána hafi verið í gerð fullu samráði við kröfuhafa. Skiptastjórar þrotabús Baugs héldu fund með kröfuhöfum í dag. Á fundinum var tilkynnt að viðbótarkrafa hafi verið send á Gaum og Kaupþing vegna viðskiptanna með Haga. Kaupþing lánaði Gaumi á sínum tíma 30 milljarða til að kaupa Haga af Baugi, en öll fyrirtækin voru þá í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Eftir að búið var að losa öll veð var afgangurinn af láninu notaður til uppgreiðslu á öðrum lánum hjá lánveitandum. Skiptastjórar telja að aðrir kröfuhafar hafi átt ríkari rétt. „Það var selt út úr Baugi með góðu samþykki við alla lánadrottna. Þeim var kynnt hvað vera að gerast og það á ekki að vera neitt óljóst í þessu," segir Jón Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur krafan um 5 milljörðum. Jón Ásgeir segir ennfremur að kröfunni verði mótmælt og hann telji að enginn fótur sé fyrir henni. Aðspurður hvort hægt verði að útvega fé ef greiða þurfi kröfuna segir Jón Ásgeir að það verði að skoðast á þeim tímapunkti ef til þess komi, hann hafi þó ekki trú á því að svo verði. Hvernig stendur Gaumur? „Ágætlega. Það sem skiptir mestu máli er að helsta eign félagsins, Hagar, standi sig." Kröfum Gaums og Haga upp á rúmlega 8 milljarða króna var hafnað í þrotabú Baugs. Jón Ásgeir segir lögfræðinga nú vera að fara yfir hvernig unnið verði úr því máli. Áttu meira en þú skuldar? „Síðast þegar ég lagði saman." Hefurðu verið kallaður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara? „Nei." Hefurðu komið einhverjum fjármunum undan? „Nei. Það er enginn fjársjóður á Tortola eða einhversstaðar í suðurhöfum." Hver er staðan þín? „Mín persónulega staða? Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg." Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Skiptastjóri Baugs vill rifta samningum um sölu á Högum, frá Baugi til Gaums. Salan á Högum gengur þó ekki sjálfkrafa til baka þrátt fyrir þetta. Málið snýst um kröfu þrotabúsins á hendur Gaumi, félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Kaupþingi, um 5 milljarða króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Ekki er fótur fyrir kröfunni segir Jón Ásgeir sem segir að sala á Högum og uppgreiðsla lána hafi verið í gerð fullu samráði við kröfuhafa. Skiptastjórar þrotabús Baugs héldu fund með kröfuhöfum í dag. Á fundinum var tilkynnt að viðbótarkrafa hafi verið send á Gaum og Kaupþing vegna viðskiptanna með Haga. Kaupþing lánaði Gaumi á sínum tíma 30 milljarða til að kaupa Haga af Baugi, en öll fyrirtækin voru þá í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Eftir að búið var að losa öll veð var afgangurinn af láninu notaður til uppgreiðslu á öðrum lánum hjá lánveitandum. Skiptastjórar telja að aðrir kröfuhafar hafi átt ríkari rétt. „Það var selt út úr Baugi með góðu samþykki við alla lánadrottna. Þeim var kynnt hvað vera að gerast og það á ekki að vera neitt óljóst í þessu," segir Jón Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur krafan um 5 milljörðum. Jón Ásgeir segir ennfremur að kröfunni verði mótmælt og hann telji að enginn fótur sé fyrir henni. Aðspurður hvort hægt verði að útvega fé ef greiða þurfi kröfuna segir Jón Ásgeir að það verði að skoðast á þeim tímapunkti ef til þess komi, hann hafi þó ekki trú á því að svo verði. Hvernig stendur Gaumur? „Ágætlega. Það sem skiptir mestu máli er að helsta eign félagsins, Hagar, standi sig." Kröfum Gaums og Haga upp á rúmlega 8 milljarða króna var hafnað í þrotabú Baugs. Jón Ásgeir segir lögfræðinga nú vera að fara yfir hvernig unnið verði úr því máli. Áttu meira en þú skuldar? „Síðast þegar ég lagði saman." Hefurðu verið kallaður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara? „Nei." Hefurðu komið einhverjum fjármunum undan? „Nei. Það er enginn fjársjóður á Tortola eða einhversstaðar í suðurhöfum." Hver er staðan þín? „Mín persónulega staða? Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg."
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira