„Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg“ 15. september 2009 18:50 Skiptastjóri Baugs vill rifta samningum um sölu á Högum, frá Baugi til Gaums. Salan á Högum gengur þó ekki sjálfkrafa til baka þrátt fyrir þetta. Málið snýst um kröfu þrotabúsins á hendur Gaumi, félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Kaupþingi, um 5 milljarða króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Ekki er fótur fyrir kröfunni segir Jón Ásgeir sem segir að sala á Högum og uppgreiðsla lána hafi verið í gerð fullu samráði við kröfuhafa. Skiptastjórar þrotabús Baugs héldu fund með kröfuhöfum í dag. Á fundinum var tilkynnt að viðbótarkrafa hafi verið send á Gaum og Kaupþing vegna viðskiptanna með Haga. Kaupþing lánaði Gaumi á sínum tíma 30 milljarða til að kaupa Haga af Baugi, en öll fyrirtækin voru þá í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Eftir að búið var að losa öll veð var afgangurinn af láninu notaður til uppgreiðslu á öðrum lánum hjá lánveitandum. Skiptastjórar telja að aðrir kröfuhafar hafi átt ríkari rétt. „Það var selt út úr Baugi með góðu samþykki við alla lánadrottna. Þeim var kynnt hvað vera að gerast og það á ekki að vera neitt óljóst í þessu," segir Jón Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur krafan um 5 milljörðum. Jón Ásgeir segir ennfremur að kröfunni verði mótmælt og hann telji að enginn fótur sé fyrir henni. Aðspurður hvort hægt verði að útvega fé ef greiða þurfi kröfuna segir Jón Ásgeir að það verði að skoðast á þeim tímapunkti ef til þess komi, hann hafi þó ekki trú á því að svo verði. Hvernig stendur Gaumur? „Ágætlega. Það sem skiptir mestu máli er að helsta eign félagsins, Hagar, standi sig." Kröfum Gaums og Haga upp á rúmlega 8 milljarða króna var hafnað í þrotabú Baugs. Jón Ásgeir segir lögfræðinga nú vera að fara yfir hvernig unnið verði úr því máli. Áttu meira en þú skuldar? „Síðast þegar ég lagði saman." Hefurðu verið kallaður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara? „Nei." Hefurðu komið einhverjum fjármunum undan? „Nei. Það er enginn fjársjóður á Tortola eða einhversstaðar í suðurhöfum." Hver er staðan þín? „Mín persónulega staða? Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg." Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Skiptastjóri Baugs vill rifta samningum um sölu á Högum, frá Baugi til Gaums. Salan á Högum gengur þó ekki sjálfkrafa til baka þrátt fyrir þetta. Málið snýst um kröfu þrotabúsins á hendur Gaumi, félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Kaupþingi, um 5 milljarða króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Ekki er fótur fyrir kröfunni segir Jón Ásgeir sem segir að sala á Högum og uppgreiðsla lána hafi verið í gerð fullu samráði við kröfuhafa. Skiptastjórar þrotabús Baugs héldu fund með kröfuhöfum í dag. Á fundinum var tilkynnt að viðbótarkrafa hafi verið send á Gaum og Kaupþing vegna viðskiptanna með Haga. Kaupþing lánaði Gaumi á sínum tíma 30 milljarða til að kaupa Haga af Baugi, en öll fyrirtækin voru þá í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu. Eftir að búið var að losa öll veð var afgangurinn af láninu notaður til uppgreiðslu á öðrum lánum hjá lánveitandum. Skiptastjórar telja að aðrir kröfuhafar hafi átt ríkari rétt. „Það var selt út úr Baugi með góðu samþykki við alla lánadrottna. Þeim var kynnt hvað vera að gerast og það á ekki að vera neitt óljóst í þessu," segir Jón Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu nemur krafan um 5 milljörðum. Jón Ásgeir segir ennfremur að kröfunni verði mótmælt og hann telji að enginn fótur sé fyrir henni. Aðspurður hvort hægt verði að útvega fé ef greiða þurfi kröfuna segir Jón Ásgeir að það verði að skoðast á þeim tímapunkti ef til þess komi, hann hafi þó ekki trú á því að svo verði. Hvernig stendur Gaumur? „Ágætlega. Það sem skiptir mestu máli er að helsta eign félagsins, Hagar, standi sig." Kröfum Gaums og Haga upp á rúmlega 8 milljarða króna var hafnað í þrotabú Baugs. Jón Ásgeir segir lögfræðinga nú vera að fara yfir hvernig unnið verði úr því máli. Áttu meira en þú skuldar? „Síðast þegar ég lagði saman." Hefurðu verið kallaður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara? „Nei." Hefurðu komið einhverjum fjármunum undan? „Nei. Það er enginn fjársjóður á Tortola eða einhversstaðar í suðurhöfum." Hver er staðan þín? „Mín persónulega staða? Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg."
Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira