Sagan endalausa 16. september 2009 07:30 Fangelsismál í landinu eru í ólestri sökum fjárskorts og plássleysis. Á annan tug nefnda og starfshópa hafa unnið að úrlausn í nær fimmtíu ár. Nýtt fangelsi er enn óbyggt. Á annan tug nefnda og starfshópa hafa verið skipuð síðastliðin fimmtíu ár til að vinna að byggingu nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu. Þessir vinnuhópar eru allt að fjórtán talsins. Fangelsið er enn ekki risið og raunar hefur öllum hugmyndum um það verið sópað út af borðinu. Hins vegar leitar Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra nú allra leiða til að fjölga afplánunarplássum fyrir dæmda brotamenn. Meðal annars er í athugun að leigja húsnæði undir slík pláss. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um óviðunandi stöðu fangelsismála hér á landi. Um 240 dæmdir brotamenn eru á boðunarlista til afplánunar. Fangelsin eru troðfull, svo tvísetja þarf í klefa í sumum tilvikum. Ekki líður svo vika að ekki séu einhverjir, jafnvel heilu hóparnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna afbrota. „Þetta er orðin býsna löng saga hvað varðar byggingu fangelsis í Reykjavík, eiginlega sagan endalausa," segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins í Kópavogi, Hegningarhússins og fangelsisins á Akureyri. „Það hafa allnokkrar nefndir verið að vinna að byggingarmálinu í gegnum tíðina, en sagan nær allar götur aftur til 1960, þegar reisa átti fangelsi við Korpúlfsstaði. Það var teiknað upp, en síðan kom hlé og byggingin leit aldrei dagsins ljós." Nokkrum árum síðar var Síðumúlafangelsið tekið í notkun. Það gegndi hlutverki gæsluvarðhaldsfangelsis fyrir lögregluna og var í fullum rekstri til ársins 1996. Næsta tilraun til fangelsisbyggingar var í kringum 1975, þegar ákveðið var að stefna að byggingu fangelsis við Tunguháls 6. „Botnplata byggingarinnar var steypt á áttunda áratugnum," rifjar Guðmundur upp. „Hins vegar var aldrei byggt ofan á hana þannig að hún varð ónýt með tímanum. Svo var einfaldlega mokað yfir hana. Síðan þá hafa nefndir og hópar verið að störfum við að reyna að skipuleggja þetta. Ein nefndin skilaði mjög ákveðnum tillögum um nýja fangelsisbyggingu í Reykjavík 1992. Hún lagði eindregið til að fangelsi yrði reist í Reykjavík, en Litla-Hraun yrði fyrst og fremst fyrir langtímafanga sem annaðhvort væru í námi eða vinnu í fangelsinu. Þáverandi dómsmálaráðherra tók annan kost og lét stækka Litla-Hraun. Þegar Síðumúlafangelsið var lagt niður var gæsluvarðhaldið fært austur, sem var ekki mjög skynsamlegt að ég tel. Lögreglan tekur áreiðanlega undir það núna í þeim mannahalds- og fjárhagsörðugleikum sem þar er við að stríða, að það er ekki gæfulegt að þurfa að setja mannskap, bíla og fjármuni í að flytja gæsluvarðhaldsfanga, kannski mörgum sinnum í viku, milli Litla-Hrauns og Reykjavíkur vegna yfirheyrslna, fyrir dómara eða í öðrum erindum, á sama tíma og kvartað er undan því að lögreglan geti ekki sinnt brýnni þjónustu vegna öryggis borgaranna." Um 2001 var farið að vinna að því að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Ágreiningur varð um hvernig fangelsið ætti að vera, auk þess sem upp kom sterk umræða um að reisa flugvöll á heiðinni. Ekki varð neitt út neinu. „Byggingamálin í Reykjavík eru í ólestri," segir Guðmundur. „Nóg hefur verið um starfshópa og tillögur, en fjármagn hefur enn ekki fengist." Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Fangelsismál í landinu eru í ólestri sökum fjárskorts og plássleysis. Á annan tug nefnda og starfshópa hafa unnið að úrlausn í nær fimmtíu ár. Nýtt fangelsi er enn óbyggt. Á annan tug nefnda og starfshópa hafa verið skipuð síðastliðin fimmtíu ár til að vinna að byggingu nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu. Þessir vinnuhópar eru allt að fjórtán talsins. Fangelsið er enn ekki risið og raunar hefur öllum hugmyndum um það verið sópað út af borðinu. Hins vegar leitar Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra nú allra leiða til að fjölga afplánunarplássum fyrir dæmda brotamenn. Meðal annars er í athugun að leigja húsnæði undir slík pláss. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um óviðunandi stöðu fangelsismála hér á landi. Um 240 dæmdir brotamenn eru á boðunarlista til afplánunar. Fangelsin eru troðfull, svo tvísetja þarf í klefa í sumum tilvikum. Ekki líður svo vika að ekki séu einhverjir, jafnvel heilu hóparnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna afbrota. „Þetta er orðin býsna löng saga hvað varðar byggingu fangelsis í Reykjavík, eiginlega sagan endalausa," segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins í Kópavogi, Hegningarhússins og fangelsisins á Akureyri. „Það hafa allnokkrar nefndir verið að vinna að byggingarmálinu í gegnum tíðina, en sagan nær allar götur aftur til 1960, þegar reisa átti fangelsi við Korpúlfsstaði. Það var teiknað upp, en síðan kom hlé og byggingin leit aldrei dagsins ljós." Nokkrum árum síðar var Síðumúlafangelsið tekið í notkun. Það gegndi hlutverki gæsluvarðhaldsfangelsis fyrir lögregluna og var í fullum rekstri til ársins 1996. Næsta tilraun til fangelsisbyggingar var í kringum 1975, þegar ákveðið var að stefna að byggingu fangelsis við Tunguháls 6. „Botnplata byggingarinnar var steypt á áttunda áratugnum," rifjar Guðmundur upp. „Hins vegar var aldrei byggt ofan á hana þannig að hún varð ónýt með tímanum. Svo var einfaldlega mokað yfir hana. Síðan þá hafa nefndir og hópar verið að störfum við að reyna að skipuleggja þetta. Ein nefndin skilaði mjög ákveðnum tillögum um nýja fangelsisbyggingu í Reykjavík 1992. Hún lagði eindregið til að fangelsi yrði reist í Reykjavík, en Litla-Hraun yrði fyrst og fremst fyrir langtímafanga sem annaðhvort væru í námi eða vinnu í fangelsinu. Þáverandi dómsmálaráðherra tók annan kost og lét stækka Litla-Hraun. Þegar Síðumúlafangelsið var lagt niður var gæsluvarðhaldið fært austur, sem var ekki mjög skynsamlegt að ég tel. Lögreglan tekur áreiðanlega undir það núna í þeim mannahalds- og fjárhagsörðugleikum sem þar er við að stríða, að það er ekki gæfulegt að þurfa að setja mannskap, bíla og fjármuni í að flytja gæsluvarðhaldsfanga, kannski mörgum sinnum í viku, milli Litla-Hrauns og Reykjavíkur vegna yfirheyrslna, fyrir dómara eða í öðrum erindum, á sama tíma og kvartað er undan því að lögreglan geti ekki sinnt brýnni þjónustu vegna öryggis borgaranna." Um 2001 var farið að vinna að því að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Ágreiningur varð um hvernig fangelsið ætti að vera, auk þess sem upp kom sterk umræða um að reisa flugvöll á heiðinni. Ekki varð neitt út neinu. „Byggingamálin í Reykjavík eru í ólestri," segir Guðmundur. „Nóg hefur verið um starfshópa og tillögur, en fjármagn hefur enn ekki fengist."
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira