Innlent

Jóna Kristín afsalar sér biðlaunum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri í Grindavík.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri í Grindavík.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri í Grindavík, mun afsala sér rétti til biðlauna þegar hún lætur af embætti bæjarstjóra um mánaðarmótin nóvember-desember. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver eftirmaður hennar verður en það skýrist fljótlega.

Mikill óróleiki hefur verið í bæjarpólitíkinni í Grindavík frá kosningunum vorið 2006. Skipt var um meirihluta síðasta sumar og í framhaldinu tók Samfylkingarkonan Jóna Kristín, við starfi bæjarstjóra. Áður en hún settist í bæjarstjórn starfaði hún sem prestur í bæjarfélaginu. Nýverið var tilkynnt að Jóna Kristín taki við Kolfreyjuprestakalli á Austfjörðum.

Meirahlutasamstarf í bæjarstjórn Grindavíkur er með Samfylkingu og Framsóknarflokki með stuðningi Vinstri grænna.

Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um nýjan bæjarstjóra. Haft verði samráð við bæjarfulltrúa VG um ákvörðunina.

Við meirihlutaskiptinn síðasta sumar lét Ólafur Örn Ólafsson af embætti bæjarstjóra. Starfslokasamningur hans vakti talsverða athygli en samningurinn tryggði Ólafi meðal annars 1,2 milljónir króna í mánaðarlaun út kjörtímabilið auk sex mánaða eftir að því líkur í maí á næsta ári.

Þannig verður starfslokum Jónu Kristínu ekki háttað og segir Gunnar Már að hún muni afsala sér rétti til biðlauna. Jóna Kristín verði á launaskrá fram að síðasta starfsdegi sínum áður en hún flytur austur til að taka við prestakallinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×