Innlent

Bjartsýnn á framhaldið á Bakka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bergur Elías Ágústsson hitti iðnaðarráðherra á fundi í kvöld.
Bergur Elías Ágústsson hitti iðnaðarráðherra á fundi í kvöld.
„Þetta var bara ánægjulegur og góður fundur," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, en hann fundaði með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í kvöld um hvort viljayfirlýsing um álver á Bakka, sem rennur út í næstu viku, verði framlengd.

Bergur vildi ekki segja hvort hann hefði fengið skýr svör frá ráðherra um framhaldið en segir að verið sé að vinna að þessum málum og áfram verði unnið á næstu dögum. „Ég er bara svona þokkalega bjartur á að ágætis lausn finnist í þessu öllu saman," segir Bergur í samtali við Vísi. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×