Stýrivaxtaákvörðunin vonbrigði 24. september 2009 09:21 Steingrímur J. Sigfússon „Ég verð að segja að þetta kemur ekki á óvart en um leið eru þetta vonbrigði," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12 prósentum. Steingrímur segir að ákveðnir hlutir hafi tafist þannig að gengisforsendur væru ekki jafn jákvæðar og menn vildu. Þá segir Steingrímur að hann hafi vonast til þess að Seðlabankinn lækkaði innlánsvexti og almenna vexti áfram niður en það hafi bankinn ekki gert. „Ég vonast til þess að ef aðstæður skapist þá geti Seðlabankinn skotið auka stýrirvaxtadegi inn í en það er auðvitað í höndum bankans sjálfs," segir Steingrímur sem vonast til þess að þurfa ekki að bíða þar til í nóvember en þá er næsti stýrivaxtadagur. Steingrímur er því bjartsýnn á að forsendur breytist til hins betra bráðlega. Þegar standa yfir viðræður við aðila vinnumarkaðarins vegna stöðugleikasáttmálans en áður hefur verið sagt að forsenda þess að stöðugleiki náist sé að Seðlabankinn lækki stýrivexti niður í eins stafs tölu. Spurður hvort ákvörðun bankans setji þær viðræður í uppnám svarar Steingrímur: „Það er enn einn mánuður til stefnu." Tengdar fréttir Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir lána gegn veði verði áfram 12% og vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verði áfram 9,5%, en að daglánavextir lækki úr 16% í 14,5%. 24. september 2009 09:03 Þrýstingur á Seðlabankann „Það standa öll spjót á Seðlabankanum. En ég á ekki von á öðru en að tekin verði skynsamleg ákvörðun í þessu máli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í ráðherrabústaðnum í gær. Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í dag. 24. september 2009 06:00 Seðlabankinn herðir snöruna Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hættur að skilja vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru 12%. „Við erum búin að segja mánuðum saman að það sé ekki hægt að búa við þetta vaxtastig. Með þessu er snaran hert hægt að rólega að fyrirtækjum og heimilum í landinu.“ 24. september 2009 10:08 Seðlabankinn framlengir kreppuna „Ég lít svo á að Seðlabankinn sé að ögra aðilum stöðuleikasáttmálans með þessari ákvörðun,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann segir að með ákvörðun sinni sé bankinn að framlengja kreppuna. 24. september 2009 09:14 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Ég verð að segja að þetta kemur ekki á óvart en um leið eru þetta vonbrigði," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12 prósentum. Steingrímur segir að ákveðnir hlutir hafi tafist þannig að gengisforsendur væru ekki jafn jákvæðar og menn vildu. Þá segir Steingrímur að hann hafi vonast til þess að Seðlabankinn lækkaði innlánsvexti og almenna vexti áfram niður en það hafi bankinn ekki gert. „Ég vonast til þess að ef aðstæður skapist þá geti Seðlabankinn skotið auka stýrirvaxtadegi inn í en það er auðvitað í höndum bankans sjálfs," segir Steingrímur sem vonast til þess að þurfa ekki að bíða þar til í nóvember en þá er næsti stýrivaxtadagur. Steingrímur er því bjartsýnn á að forsendur breytist til hins betra bráðlega. Þegar standa yfir viðræður við aðila vinnumarkaðarins vegna stöðugleikasáttmálans en áður hefur verið sagt að forsenda þess að stöðugleiki náist sé að Seðlabankinn lækki stýrivexti niður í eins stafs tölu. Spurður hvort ákvörðun bankans setji þær viðræður í uppnám svarar Steingrímur: „Það er enn einn mánuður til stefnu."
Tengdar fréttir Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir lána gegn veði verði áfram 12% og vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verði áfram 9,5%, en að daglánavextir lækki úr 16% í 14,5%. 24. september 2009 09:03 Þrýstingur á Seðlabankann „Það standa öll spjót á Seðlabankanum. En ég á ekki von á öðru en að tekin verði skynsamleg ákvörðun í þessu máli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í ráðherrabústaðnum í gær. Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í dag. 24. september 2009 06:00 Seðlabankinn herðir snöruna Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hættur að skilja vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru 12%. „Við erum búin að segja mánuðum saman að það sé ekki hægt að búa við þetta vaxtastig. Með þessu er snaran hert hægt að rólega að fyrirtækjum og heimilum í landinu.“ 24. september 2009 10:08 Seðlabankinn framlengir kreppuna „Ég lít svo á að Seðlabankinn sé að ögra aðilum stöðuleikasáttmálans með þessari ákvörðun,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann segir að með ákvörðun sinni sé bankinn að framlengja kreppuna. 24. september 2009 09:14 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir lána gegn veði verði áfram 12% og vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verði áfram 9,5%, en að daglánavextir lækki úr 16% í 14,5%. 24. september 2009 09:03
Þrýstingur á Seðlabankann „Það standa öll spjót á Seðlabankanum. En ég á ekki von á öðru en að tekin verði skynsamleg ákvörðun í þessu máli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í ráðherrabústaðnum í gær. Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í dag. 24. september 2009 06:00
Seðlabankinn herðir snöruna Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hættur að skilja vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru 12%. „Við erum búin að segja mánuðum saman að það sé ekki hægt að búa við þetta vaxtastig. Með þessu er snaran hert hægt að rólega að fyrirtækjum og heimilum í landinu.“ 24. september 2009 10:08
Seðlabankinn framlengir kreppuna „Ég lít svo á að Seðlabankinn sé að ögra aðilum stöðuleikasáttmálans með þessari ákvörðun,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann segir að með ákvörðun sinni sé bankinn að framlengja kreppuna. 24. september 2009 09:14